Jólastemning í gamla bænum sl. föstudag á Blönduósi
Það var margt um manninn og notaleg jólastemning í Húnabyggð á föstudaginn þegar jólaljósin voru tendruð á tréinu í gamla bænum fyrir framan Hillebrantshúsið. Dansað var í kringum jólatréið, jólasveinarnir komu, lifandi tónlist, grillaðir voru sykurpúðar yfir opnum eldi og ekki má gleyma að jólamarkaður var í Hillebrantshúsinu frá kl. 16-20 um kvöldið. Þar var einnig hægt að kaupa kaffi, súkkulaði og vöfflur.
Næstu helgi, sunnudaginn 3. desember kl. 17:00, verða hins vegar tendruð ljósin á jólatréinu við félagsheimilið í Húnabyggð. Þangað mætir sveitarstjórinn sem verður með jólaminningu - þegar krummi stal jólunum. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, sóknarprentur, verður með hugvekju, jólasveinarnir kíkja við, Sigrún Erla kemur og syngur jólalög ásamt söngnemendum í Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og krakkarnir í Stóra Fjallabæ mæta og syngja nokkur jólalög. Þá verður boðið upp á kaffi, kakó og smákökur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.