Skagstrendingur sem býr í Grindavík - Rebekka Laufey Ólafsdóttir og Jón Torfi Gunnlaugsson
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.11.2023
kl. 11.57
Nú er komið að því að heyra í skagstrendingi sem býr í Grindavík og er það Rebekka Laufey Ólafsdóttir og unnustinn hennar Jón Torfi Gunnlaugsson sem Feykir hafði samband við. Rebekka og Jón eiga börnin: Tristan Leví Jónsson (12 ára), Jósef Inga Arason (11 ára), Alexander Hólm Jónsson (10 ára), Anton Inga Jónsson (9 ára) og Jökul Breka Jónsson (3 ára). En Rebekka flutti til Grindavíkur með syni sínum Jósef Inga fyrir sex árum þegar hún og Jón byrjuðu að búa saman. Jón Torfi átti fyrir strákana Tristan, Alexander og Anton en þau eignuðust svo saman Jökul Breka. Sumarið 2022 keyptu þau drauma einbýlishúsið sitt sem er staðsett í Staðarhrauni og er á rauða svæðinu í bænum. Er þetta svæðið sem sigdalurinn myndaðist og talið vera hættulegasta svæðið í bænum eins og staðan er núna og mjög mikil óvissa sem ríkir um það.
Meira