V-Húnavatnssýsla

Skagstrendingur sem býr í Grindavík - Rebekka Laufey Ólafsdóttir og Jón Torfi Gunnlaugsson

Nú er komið að því að heyra í skagstrendingi sem býr í Grindavík og er það Rebekka Laufey Ólafsdóttir og unnustinn hennar Jón Torfi Gunnlaugsson sem Feykir hafði samband við. Rebekka og Jón eiga börnin: Tristan Leví Jónsson (12 ára), Jósef Inga Arason (11 ára), Alexander Hólm Jónsson (10 ára), Anton Inga Jónsson (9 ára) og Jökul Breka Jónsson (3 ára). En Rebekka flutti til Grindavíkur með syni sínum Jósef Inga fyrir sex árum þegar hún og Jón byrjuðu að búa saman. Jón Torfi átti fyrir strákana Tristan, Alexander og Anton en þau eignuðust svo saman Jökul Breka. Sumarið 2022 keyptu þau drauma einbýlishúsið sitt sem er staðsett í Staðarhrauni og er á rauða svæðinu í bænum. Er þetta svæðið sem sigdalurinn myndaðist og talið vera hættulegasta svæðið í bænum eins og staðan er núna og mjög mikil óvissa sem ríkir um það.
Meira

Fjórði sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Já það leikur á alls oddi hjá Stólastúlkum þessar vikurnar því í gær, fimmtudaginn 16. nóvemer, náðu þær í fjórða sigurinn í röð þegar Ungmennaflokkur Keflavíkur kom í Síkið. Eftir leikinn sitja þær í 2. sæti með fjóra sigra og tvö töp en KR situr í því fyrsta með fimm sigra og eitt tap. 
Meira

Upplestur í tilefni ljóðabókaútgáfu

Í dag er formlegur útgáfudagur 8. ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar, „Hafið... 20 cm í landabréfabók“. Í tilefni af útgáfunni verður blásið til upplestrar í Gránu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 14. Þar kynnir Gísli nýju bókina og les uppúr henni, auk þess sem stiklað verður á stóru um ferilinn og tekið nokkur lög, en auk ljóðabóka hefur Gísli gefið út 5 hljómplötur á árunum 2012-2022.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík - Ágústa Jóna Heiðdal og Þorfinnur Gunnlaugsson

Við höldum áfram að heyra í Skagfirðingum í Grindavík og að þessu sinni er það Ágústa Jóna Heiðdal, dóttir Kristrúnar Sigurðarsdóttur (Dúdda Sig). Ágústa hefur búið ásamt eiginmanni sínum Þorfinni Gunnlaugssyni og syni þeirra, Mikael Màna 13 ára, í Grindavík í um 15 ár. Aðspurð hvernig líðan þeirra sé segir Ágústa að hún sé bara hálfdofin ennþá, eiginlega ekki að trúa því að þau séu í þessari stöðu.
Meira

Friðrik Már ráðinn til RML

Á vef RML segir að Friðrik Már Sigurðsson hafi verið ráðinn til starfa. Friðrik mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði. Hann verður í hlutastarfi nú í nóvember og desember en verður í 100% starfi frá og með janúar 2024. Aðalstarfsstöð hans verður á Hvammstanga.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík- Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir

Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir hafa búið í Grindavík síðan 2013 ásamt börnunum sínum þremur þeim, Birtu Maríu, Snædísi Ósk og Pétri Jóhanni. Skipastígur er gatan sem þau búa við og er hún staðsett í vesturhluta Grindavíkur. Pétur er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Péturs frá Álftagerði og Bettýar Ögmundar og Mæju, en Kristrún er af höfuðborgar- svæðinu. Fjölskyldan bjó á Sauðárkróki áður en þau fluttu suður til Grindavíkur. Feykir hafði samband við Kristrúnu til að taka stöðuna á fjölskyldunni á þessum miklu óvissutímum jarðhræringa á Reykjanesinu.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík - Ellert H. Jóhannsson og Aníta Björk Sveinsdóttir

Einn af Skagfirðingunum sem búa í Grindavík er Ellert H. Jóhannsson, sonur Jóhanns Friðrikssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, og konan hans, Aníta Björk Sveinsdóttir, en þau hafa búið þar síðan um áramótin 2008/2009. Aníta er fædd og uppalin í Grindavík og býr öll fjölskyldan hennar þar. Ellert og Aníta eiga saman fjögur börn; Jóhann Friðrik, Bergsvein, Helenu Rós, Ellert Orra og ekki má gleyma Simba og Húgó, hundunum á heimilinu.
Meira

Króksamót á Króknum sl. laugardag

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu sl. laugardag og var þetta í tólfta skiptið sem mótið var haldið. Þátttakendur voru um 170 á aldrinum 6 - 11 ára og komu frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Kormáki frá Hvammstanga/Hvöt frá Blöndósi/Fram frá Skagaströnd og svo að sjálfsögðu frá Tindastóli. Mikil spenna var í loftinu þegar fyrstu leikirnir fóru af stað og svar spilað frá kl. 10 um morguninn til að verða 19 um kvöldið. Þarna voru margir krakkar á sínu fyrsta körfuboltamóti en spilað var 2x10 mínútur og 1x10 mínútur hjá þeim yngstu, 6 - 7 ára.
Meira

Fiskeldi og flóttamenn : Magnús Jónsson skrifar

Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um laxeldi í sjó hér við land þar sem mest hefur verið rætt um áhrif eldislax sem sleppur úr sjókerjum á hinn villta íslenska laxastofn. Ég hef alllengi efast um að þessi starfsemi eigi sér langa framtíð af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Fyrir nokkru horfði ég á heimildarþátt í sænska sjónvarpinu sem bar nafnið Rányrkja í Atlantshafi. Það er kveikjan að þessum skrifum.
Meira

Sýnum ábyrgð og eflum eldvarnir

Þessa vikuna stendur yfir Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna LSS. Er þetta árlegt átak þar sem slökkviliðsmenn um allt land heimsækja börn í 3. bekk í grunnskólum landsins. Brunavörnum Skagafjarðar verða á ferðinni næstu vikurnar að heimsækja öll átta ára börn í Skagafirði. Tilgangur heimsóknarinnar er að fræða börnin og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þetta árið verður mikið lagt upp úr eldhættu sem stafar af notkun og hleðslu raf- og snjalltækja. Þessi tæki á ævinlega að hlaða og geyma í öruggu umhverfi þar sem síður er hætta á að eldur komi upp eða breiðist út með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Við þekkjum alltof mörg dæmi um að verulegt tjón hafi orðið vegna þessara tækja.
Meira