Þorramót Fisk og GSS
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
12.03.2024
kl. 09.44
Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli.
Meira