V-Húnavatnssýsla

FermingarFeykir kominn út

FermingarFeykir kom út í gær og er nú á leið inn um bréfalúgur áskrifenda. Venju samkvæmt er FF stútfullur af alls konar efni tengdu fermingum og spjallað er við bæði verðandi og fyrrverandi fermingarbörn. Þá má finna í blaðinu lista yfir fermingarbörn á Norðurlandi vestra og hina ómissandi verðlaunakrossgátu sem Palli Friðriks útbjó af alkunnri snilld.
Meira

Skagfirsk sveifla á Frjálsíþróttaþingi um síðastliðna helgi

Frjálsíþróttamenn héldu sitt 64. þing í Skagafirði um helgina sem leið. Um var talað hve heimamenn í UMSS tóku vel á móti þingfulltrúum allsstaðar að af landinu í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Þingið var sérlega starfssamt en fyrir því lágu 29 tillögur um hin ýmsu málefni frjálsíþrótta. Þar á meðal voru margar tengdar hlaupum og eflingu hlaupa, þar sem FRí fer með æðsta vald og ábyrgð.
Meira

Syngjandi sveifla í Hörpu

Þann 6. apríl næskomandi verður „Syngjandi sveifla“ í Eldborgarsal Hörpu þegar landslið tónlistarmanna stígur á svið til heiðurs Geirmundi Valtýssyni og syngur brot af því besta sem sveiflukóngur Skagafjarðar hefur samið.
Meira

Það er hvellur í kortunum

Það er gul veðurviðvörun í gangi í spám Veðurstofunnar fyrir Norðurland vestra og er í gildi til hádegis á morgun, föstudag. Reikna má með norðaustanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra upp á 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, hvassast á annesjum. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig en ólnar og fer að snjóa síðdegis.
Meira

Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó í dag

Í dag er stóri dagurinn sem Árni og Ragga á Hard Wok voru búin að biðja okkur að taka frá, 20.mars.
Meira

Þegar lítill hundur lagði af stað í leiðangur…

Það að meðalstór íslenskur fjárhundur gæti troðið sér í gegnum kattarlúgu taldi ég vera líffræðilega ómögulegt. En “þar sem hausinn kemst…” segir hún mamma mín og hefur nú ævinlega rétt fyrir sér. Þannig hófst ferðalag Snúðs frá Smáragrundinni á Sauðárkrók að morgni til í mildu veðri. Fljótlega uppgötvaðist að hundurinn væri horfinn og að hann myndi líklega ekki rata til baka, enda ekki lengi átt lögheimili á Smáragrundinni þó tveggja ára væri. En svona loðboltar eru sennilega fljótari að eignast stað í hjarta heimilismanna en að kortleggja nágrenni sitt. Áhyggjurnar okkar fjölskyldunnar voru miklar, það var mikið leitað og óskaplega erfitt að leggjast á koddann tvö kvöld í röð án þess að vita um afdrif Snúðs.
Meira

Viðburðaríkt ehf. með nýung í Sæluviku á Sauðárkróki - Heimatónleikar þann 30. apríl

Viðburðaríkt ehf. á Sauðárkróki stendur fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku, nánar tiltekið þriðjudaginn 30. apríl. Um er að ræða svokallaða heimatónleika, tónleika sem fara fram í heimahúsum eða á öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Fyrirkomulagið er þannig að 6-8 flytjendur halda 12 stutta tónleika á 6 stöðum á einu kvöldi. Gestum býðst að kaupa einn aðgöngumiða sem gildir á alla þessa tónleika sem munu hefjast á mismunandi tímum til að gefa gestum kost á að sjá sem flesta. Í lok kvöldsins sameinast svo allt listafólkið á einn stað á lokatónleikum. Um er að ræða tónleikaform sem er mjög þekkt erlendis og hefur verið prófað hérlendis undanfarin ár, m.a. í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi. Og nú er komið að Sauðárkróki.
Meira

Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að búið sé að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna ófærðar og óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð fyrr en í fyrramálið, miðvikudaginn 20. mars. Vegurinn um Laxárdalsheiði er fær en tvísynt er um færð yfir Bröttubrekku. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með á vefjum Vegagerðarinnar.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra er framúrskarandi verkefni á sviði menningar 2023

Í byrjun janúar á þessu ári óskaði SSNV eftir tilnefningum í framúrskarandi verkefni á árinu 2023 á Norðurlandi vestra í tveimur flokkum. Á sviði atvinnu og nýsköpunar hlaut Kaffibrennslan Korg í Skagafirði viðurkenninguna en á sviði menningar var það Leikflokkur Húnaþings vestra sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því.
Meira

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu

Á vef SSNV segir að út sé komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Meira