V-Húnavatnssýsla

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 14 á morgun

Síðustu daga og vikur hefur verið ágætis veður á Norðurlandi vestra þó sumir dagar hafi verið frekar kaldir. Í kvöld, 20. nóvember, á hins vegar að bæta í vindinn og er gul veðurviðvörun í gildi á svæðinu frá kl. 21:00 til kl. 14:00 á morgun, 21. nóvember. Á vedur.is segir; sunnan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s, einkum austantil. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Meira

Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi

Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólunum í framlengdum leik sl. föstudag

Á föstudaginn var, 17. nóvember, brunuðu Stólastrákar til Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þar sem spilaður var hörkuleikur sem endaði í framlengingu þar sem Njarðvík vann leikinn 101-97. Stólastrákar spiluðu án Sigtryggs Arnars, David Geks og Hannes Inga. Pétur var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en gaman var að sjá að Callum Lawson og Ragnar Ágústsson stigu upp í leiknum og voru með þeim stigahæstu.
Meira

Flaggskipið Skvetta loksins komið á sinn hinsta stað

Laugardaginn 11. nóvember ráku eflaust nokkrir augun í að báturinn Skvetta var á ferðinni í Skagafirði en það var að þessu sinni ekki úti á sjó heldur var verið að ferja hann á sinn hinsta stað, Ytri-Húsabakka. Eigandinn er Þorgrímur Ómar Tavsen, elsti sonur Una Péturssonar og Sylvíu Valgarðsdóttur, en Ómar, eins og hann er kallaður, er fæddur og uppalinn á Hofsósi. Er þessi bátur nýjasta viðbótin við Smábátasafnið á Ytri-Húsabakka og á hann langa sögu með Ómari því hann eignaðist bátinn fyrst árið 2005, gerði upp og réri í nokkur ár eða þangað til að Ómar flutti til Njarðvíkur þar sem hann vann hjá útgerðarfyrirtækinu Grímsnesi ehf. í tæplega áratug. 
Meira

Brúarlokun heim að Hólum

Frá og með þriðjudeginum 21. nóvember verður brúarlokun á Hólavegi (767).
Meira

Háskólaráðuneytið veitir 150 m.kr. til húsnæðis fyrir Háskólann á Hólum

Í fréttatilkynningu frá Háskólaráuneytinu segir að Háskólinn á Hólum er nú í viðræðum við Háskóla Íslands um aukið samstarf og mögulega sameiningu. Í viðræðunum er sérstaklega litið til þess með hvaða hætti er hægt að efla starfsemi skólans í sínu nærsamfélagi, hvort sem um er að ræða á Hólum eða í sveitarfélaginu Skagafirði. Í samvinnu við Háskólann á Hólum hefur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið unnið að greiningu starfseminnar og þarfa skólans fyrir bætta aðstöðu og gagnsærri rekstur og hafa ráðuneytið og skólinn nú gert með sér viljayfirlýsingu til að treysta starfsemi skólans. Yfirlýsinguna undirrita Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.
Meira

Þytur í laufi sýnt á Hvammstanga

Á Hvammstanga býr Greta Clough sem er orðin mörgum kunn. Hún er leikhúshöfundur, leikari, leikstjóri og leikskáld. Í fullu starfi býr hún til leikhús bæði frá eigin vinnustofu á Hvammstanga og erlendis. Undanfarin tvö ár hefur hún verið mjög upptekin, með nokkur verkefni í gangi íLettlandi, Noregi, Tékklandi og hér á Íslandi. Greta er margverðlaunuð fyrir verk sín sem hún hefur búið til fyrir börn og fjölskyldurþeirra, en næsta verkefni er að setja á svið leikritið Þytur í laufi með hópi leikara í hennar heimabyggð, Húnaþingi vestra, núna fyrir jólin.
Meira