„Mér fannst Jóhanna Guðrún alveg æðisleg“ / INGUNN KRISTJÁNS
feykir.is
Tón-Lystin
19.03.2015
kl. 16.53
Ingunn Kristjánsdóttir, fædd árið 1990, er Króksari í húð og hár en foreldrar hennar eru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Ingunn hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin og útskrifaðist með bachelor í sálfræði frá University of Florida í maí 2014 og stundar nú mastersnám í atferlisfræði við University of the Pacific í Stockon í Kaliforníu. Hún spilar smá á gítar en segist vera alveg „...pro á hristur en annars er það bara röddin sem er mitt aðal hljóðfæri.“ Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið sem hún fermdist. „En ætli það standi ekki uppúr að hafa verið í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna 2008 og svo var ég auðvitað í hljómsveitinni Batterý og SENSE – good times!“
Meira