Tón-Lystin

Sia og LP í uppáhaldi / ÁSA SVANHILDUR

Söngkonan Ása Svanhildur, fædd 1994, er dóttir Guðbjargar Bjarnadóttur, íslenskukennara við FNV, og Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, listamanns og kennara við Árskóla, og hún er því alin upp á Króknum. Ása var snemma farin að troða upp á tónlistarsviðinu, eins og hún á ættir til, og núna milli jóla og nýárs vakti söngur hennar mikla lukku á tónleikunum Græni salurinn sem fram fóru í Bifröst – þannig að jafnvel hörðustu rokkarar upplifðu gæsahúð á eigin skinni.
Meira

Væri til í að fara með konuna og börnin á tónleika með Muse / RAGNAR ÞÓR

Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu lesenda Feykis en það er Ragnar Þór Jónsson, þingeyskur gítarleikari með heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur 1966, ólst upp í Aðaldal og bjó síðan í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af því á Hofsós.
Meira

„Ég vil bara heyra eitthvað brjálað stuð“ / GEIRMUNDUR VALTÝS

Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur...
Meira

„Elska þungan bassa og gott beat með óvæntum twistum“ / INGA BIRNA

Að þessu sinni er það Inga Birna Friðjónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en á dögunum gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband. „Mitt hljóðfæri er raddböndin eins og er en ég er byrjuð að læra á píanó,“ segir hún en ásamt því að vera í Hedband vinnur Inga Birna einnig að sínu fyrsta sóló-lagi sem væntanlegt er með haustinu.
Meira

Meira spenntur fyrir þessu gamla góða / ÞORSTEINN RÓBERTS

Ungur maður er nefndur Þorsteinn Snær Róbertsson, fæddur 1994, og er frá sveitabýlinu Hvalshöfða í Hrútafirði. Hann er alinn upp á Reykjaskóla í Hrútafirði og fluttist síðar yfir á Hvalshöfða, sonur Hadísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Þorsteinn spilar á kassagítar og munnhörpu og segir það hafa verið sitt stærsta afrek á tónlistarsviðinu þegar hann spilaði nokkur kántrýlög sem hann hafði sett saman en með honum spiluðu bræður hans, Júlíus og Daníel...
Meira

Væri til í að gera aðra tilraun til að komast á tónleika með McCartney / RÖGGI VALBERGS

Það er Rögnvaldur S. Valbergsson organisti í Sauðárkrókskirkju sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Röggi er fæddur 1956 og hefur víða komið við í tónlistinni í gegnum tíðina. Um hvert hljóðfærið hans sé segir Röggi: „Það er nú það, ætli ég þykist ekki helst vera orgelleikari , uppáhaldshljóðfæri er náttúrlega Hammond orgelið.“ Spurður um hver helstu afrek hans á tónlistarsviðinu séu segir hann af alþekktu lítillæti: „A, ja nú veit ég ekki, búinn að músisera víða og með mörgum. Kannski best að vera ekkert að gera upp á milli.“
Meira

Átti alla diskana með Blink 182 / SIGFÚS ÓLAFUR

Sigfús Ólafur er maður nefndur og er Guðmundsson. Hann segist eiga mjög auðvelt með að læra á hljóðfæri, æfði lengi á trompet á yngri árum en hefur einnig lært á gítar og söng og það eru hans aðal hljóðfæri í dag. „Ég er einnig partýfær á píanó, bassa, trommur og þríhorn,“ segir Sigfús og glottir en aðspurður um helstu afrek sín á tónlistarsviðinu segir hann: „Ætli það sé ekki þegar að hljómsveit sem ég var í á yngri árum náði lagi inn á Svona er sumarið 2006. Einnig hef ég tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna og svo náði ég í 35 manna úrslit í þriðju seríu af íslenska Idolinu.“ Ekki slæmt...
Meira

Keypti heddsett um leið og Doobie's til að trufla ekki jólin / STEBBI GÍSLA

Skagfirðingurinn og öðlingurinn Stebbi Gísla (1954) er uppalinn í Miðhúsum í Akrahreppi. Auk þess að taka Heimismenn til kostanna þá er Stebbi fimmta hjólið undir vagni Álftagerðisbræðra en hann spilar undir hjá þeim hvert sem leið þeirra liggur. Eins og margur skagfirskur tónlistarmaðurinn kom hann líka við í Hljómsveit Geirmundar...
Meira

„Beethoven og Bach eru smám saman að ná tökum á mér“ / HAUKUR ÁSGEIRS

Tón-lystarmaðurinn að þessu sinni er Haukur Ásgeirsson (1953), skráður deildarstjóri hitaveitna hjá RARIK á Norðurlandi, en Haukur hefur búið á Blönduósi til langs tíma. „Ég byrjaði snemma að spila í hljómsveitum. Þær hétu ýmsum nöfnum: Steríó, Spaðar, Ósmenn, Svarta María, Lagsmenn, Demó og einhverjar fleiri. Ég lærði í tónskóla Sigursveins D Kristinssonar hjá Sigursveini og Gunnari Jónssyni. Ég kenndi á gítar og flautu í tónlistarskólanum á Blönduósi en þá var maður varla matvinnungur svo að ég hætti því fljótt og fór að vinna fyrir mér...“
Meira

„Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað“ / SIGVALDI

Sigvaldi hefur stundað spilerí með Hljómsveit kvöldsins ásamt nokkrum félögum sínum en hann er einnig duglegur að troða upp einn með gítarinn eða í félagi við aðra. Spurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Að spila fyrir forsetann en í seinni tíð að spila á áramótaballi með Geirmundi Valtýssyni auðvitað!“ Þá ættu margir að kannast við Sigvalda eftir að hann komst í fjögurra söngvara úrslit í íslenskri útgáfu The Voice í lok ársins 2015...
Meira