„Keith Jarret og kaffi á sunnudagsmorgni er ofsa góð blanda“ / HARPA ÞORVALDS
feykir.is
Tón-Lystin
01.06.2016
kl. 14.22
Tónlistarkonan Harpa Þorvaldsdóttir er uppalin á Hvammstanga en býr nú í Reykjavík. Harpa er dóttir Þovaldar Böðvarssonar, fyrrum rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra, og Hólmfríðar Skúladóttur. Harpa hefur sungið síðan hún man eftir sér en hljóðfærið hennar er píanó. „Hef ekki geta skilið það við mig frá því ég byrjaði að læra 6 ára gömul,“ segir Harpa, en hún kemur fram á tónleikum á Hvammstanga þann 4. júní til styrktar Menningarfélagi Húnaþings vestra.
Meira