Táraðist af gleði þegar Lordi sigraði Júróvisjón / NÖKKVI ELÍASAR
feykir.is
Tón-Lystin
11.01.2017
kl. 09.00
Það er AC/DC aðdáandinn Nökkvi Elíasson sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Nökkvi býr í Reykjavík og er rafeindavirki og ljósmyndari, tveggja barna faðir í sambúð og höfundur þriggja ljósmyndabóka. Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Kasettan Tass með Jóhanni Helgasyni sem kom út 1981 var fyrsta verkið sem ég keypti mér. Það var hlustað á þessa kasettu mörg hundruð sinnum og fannst mér þetta eitthvað það besta sem komið hafði út. Ógleymanlegar minningar frá þeim tíma áður en rokkið tók svo yfir í mínum huga.
Meira