Syngur Söng um lífið í sturtunni / BIRKIR RAFN
Birkir Rafn Gíslason, fæddur 1981, var alinn upp á Skagaströnd. Birkir Rafn er bráðsnjall gítarleikari og meðal helstu afreka á tónlistarsviðinu segir hann hafa verið að spila á Glastonbury tónlistarhátíðinni 2008 og gefa út sólóplötuna Single Drop árið 2007.
„Ég túraði um Bretland í haust með söngkonunni Beth Rowley og spiluðum við t.d. á sögufrægum stað í London sem heitir Sheperd's Bush Empire þar sem meðal annars Led Zepplin og Rolling Stones spiluðu í gamla daga. Ég tók þátt í að taka upp og útsetja plötuna með Bjartmari og Bergrisunum, Skrítin veröld, þar sem lagið Negril af þeirri plötu fór á toppinn á Rás 2 og Bylgjunni. Svo bara að hafa náð að starfa eingöngu tengt tónlist síðan ég var 20 ára.“
Uppáhalds tónlistartímabil? Grunge tímabilið var í miklu uppáhaldi. En núna er það bara nútíminn rosa margt spennandi að gerast.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? The Kills, Blonde Redhead, Wilco, Beck, Radiohead, Mark lanegan, St Vincet, Queens of the Stones age og NIN.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Bítlana og Abba.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Guns N´ Roses, Use Your Illusion 2.
Hvaða græjur varstu þá með? Pioneer græjur.
Hvað syngur þú helst í sturtunni? Söngur um lífið.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Að heyra vonda ábreiðu af einhverju góðu lagi.
Uppáhalds Júróvisjónlagið? Ég spila mikið með tveimur úr Pollapönk, Adda og Guðna, og þar af leiðandi lagið Enga fordóma.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? The Kills.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Leonard Cohen.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Til London að sjá The Kills með mínum betri helming, Margréti Rúnarsdóttur.
Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Langaði mikið að vera eins og Slash þegar ég var 12 ára.
Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Misery is a Butterfly með Blonde Redhead.
Sex vinsælustu lögin á Playlistanum:
Morning / Beck
Sérhver vá / Rúnar Þórisson
Gently / Lay low
Kvika / Single Drop
Copy of A / NIN
Before Your Very Eyes / Atoms for Peace
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.