Tón-Lystin

Raular eitthvað úr Vesalingunum / STJÁNI GÍSLA

Tón-lystar-maðurinn að þessu sinni er Kristján Gíslason, árgerð 1969, uppalinn í Vestmannaeyjum og á Króknum. Kristján spilar á hljómborð en er þekktur raddbandatæknir og elstu menn muna vart eftir undankeppnum Júróvisjóns hér á landi öðru vísi en Kristján beiti þar rödd.
Meira

James Blake heillar þessa dagana / ÁSGEIR TRAUSTI

Ásgeir Trausti Einarsson (1992) er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.
Meira

Ég var í tónlistarlegu uppeldi hjá frændum mínum / SIBBI

Að þessu sinni er það Sigurbjörn Björnsson, sem svarar spurningum varðandi tón-lyst. Sibbi er fæddur 1963 og alinn upp á Króknum þar sem hann býr enn. Hann segist vera hljóðfæraeigandi en helstu afrek hans á tónlistarsviðinu er þátttaka í Lúðrasveit Tónlistaskóla Sauðárkróks og Lúðrasveit Sauðárkróks auk þess sem hann var rótari hjá Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og hjá Magnúsi Kjartanssyni.
Meira

Úff.... stórt er spurt / PÁLL BJÖRNS

Páll Sigurður Björnsson býr á Hvammstanga en ólst upp á Bessastöðum í Hrútafirði. Páll sem er af árgangi 1972 hefur lært á ýmis hljóðfæri en þau sem hann spilar nú á eru trompet - sem hann segist þó vera slakur á-, píanó - sem hann væri til í að vera betri á - og bassi.
Meira

Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt / KALLI JÓNS

Karl Jónsson, eða bara Kalli Jóns, ólst upp í syðri bænum á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Hólaveginum og nágrenni. Hann býr nú heldur utar í bænum. Hljóðfærið hans Kalla eru trommur en hann lék reyndar á trompet í 5 ár. Hann er fæddur árið 1969.Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt
Meira

Geirmundur var aðalmálið á mínu heimili þegar ég var gutti / FÚSI BEN

Helstu tónlistarafrek: Vinna músíktilraunir 2009 með Bróðir Svartúlfs, spila í böndum eins og Fúsaleg Helgi, Contalgen Funeral, Multi Musica og fleirum. Taka upp og produsera nokkrar plötur. Einn af skipuleggjendum Tónlistarhátíðinni Gæran.
Meira

Zepparnir eru líka alltaf æði / ÞÓRÓLFUR STEFÁNS

Helstu tónlistarafrek: Eru að eigin mati að hafa haldið 90 mínútna langa klassíska gítartónleika í Hvammskirkju í Laxárdal á sama tíma og ísbirnir voru á vappi á Skaganum og sloppið lifandi. Kirkjan var troðfull af Skagabændum og öðru góðu fólki. Svo hef ég spilað alveg fullt við allskonar aðstæður en er alltaf stoltur yfir því að hafa fengið að frumflytja gítarverkið "Dulcinea" f. gítar og strengjasveit e. Þorkel Sigurbjörnsson í Dómkirkjunni í Linköping.
Meira

Hlustaði ansi oft á Pearl með Janis Joplin / ÍSABELLA LEIFS

Dagrún Ísabella Leifsdóttir er óperusöngkona sem býr í Reykjavík. Hún er alin upp á Sauðárkróki en bjó líka í Kópavogi, Hafnarfirði, Þingeyri og á Hjaltlandseyjum. Dagrún Ísabella lærði lengi á blokkflautu og kann á píanó. Henni finnst ekki rétt að dömur séu spurðar að aldri.
Meira

James Hetfield er guðinn / VALDIMAR GUNNLAUGS

Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.
Meira

Síendurtekinn indjánasöngur á heimilinu / SARA RUT

Sara Rut Fannarsdóttir heitir ung og efnileg tónlistarkona frá Skagaströndinni góðu sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Fúsaleg Helgi þar sem hún var harmonikkuleikari og söng en fyrr á þessu ári fluttist Sara til Hafnafjarðar. Helstu tónlistarafrek fyrir utan að spila í fyrrnefndri hljómsveit þá segist Sara eitt sinn hafa spilað fyrir biskupinn sjálfan. Þá hefur hún verið í lúðrasveit og spilað og sungið hér og þar.
Meira