Skagafjörður

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga undirritaðir

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára (2025-2029) voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir byggðir landsins en verkefnið byggir á tólf ára sögu.
Meira

Stefnir í verkfall hjá leikskólakennurum í Ársölum á Sauðárkróki

Allt stefnir í að kennarar hefji verkfallsaðgerðir að nýju nú í byrjun febrúar en lítið virðist þokast í samningaviðræðum. Á Norðurlandi vestra verður þá eftir sem áður verkfall í einum skóla og líkt og í nóvember þá eru það leikskólakennarar í Ársölum á Sauðárkróki sem verða í verkfalli.
Meira

Að gera góða hátíð enn betri

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 20.–22. júní í sumar og er undirbúningsnefndin búin að bretta upp á ermarnar og farin að undirbúa hátíðina.
Meira

Harpa Sif ráðin til HSN

Harpa Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings í fjármálum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og verður hún með starfsstöð á Sauðárkróki. Fram kemur í frétt á vef HSN að Harpa Sif er með BS í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í fjármálum frá Háskólanum í Gautaborg.
Meira

Lið Keflavíkur skellti Stólastúlkum

Stólastúlkur tóku á móti liði Keflvíkinga í Bónus deildinni í gærkvöldi en lið gestanna er ríkjandi Íslandsmeistari. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu lið Keflavíkur yfirhöndinni í öðrum leikhluta en stakk svo af í byrjun síðari hálfleiks þegar hvorki gekk né rak hjá heimastúlkum. Það fór því svo að Keflavík vann öruggan sigur, 69-97..
Meira

Stólastúlkur og Keflavík kljást í Síkinu

Stólastúlkur mæta liði Íslandsmeistara Keflavíkur í Bónus deildinni í kvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Líkt og oftast þá verður uppkast kl. 19:15 og svo verður barist fram á síðustu sekúndu.
Meira

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira

Undirheimar fengu veglega gjöf

Félagsmiðstöðin Undirheimar fengu veglega gjöf á dögunum er Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkti félagsmiðstöðina með nýju poolborði. Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla á Skagaströnd og segir í tilkynninguni  ,,Það má með sanni segja að gleðin yfir nýja borðinu er mikil" og er enginn vafi á að þessi gjöf eigi eftir að nýtast vel í framtíðinni.  
Meira

Ekki skorti uppátækjasemina | Velkominn heim

Stefán Árnason er fæddur árið 1986 og er sonur hjónanna Árna Stefánssonar og Herdísar Klausen. Stefán er giftur Guðbjörgu Halldórsdóttur og eiga þau saman þrjá syni, þá Árna Heiðar (2011), Ívar Helga (2016) og Bjart Atla (2018).
Meira

Samstarfsverkefni Byggðasafns Skagafjarðar og þriggja annarra hlutu 7,8 milljóna króna styrk

Samstarfsverkefni Byggðasafn Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kujataa World Heritage í Grænlandi og Kyle and Lochalsh Community Trust í Skotlandi, "Viking Networks & Young Adults", hlaut á dögunum um 7,8 milljón króna styrk (400.000 DKK) frá NORA (Nordic Atlantic Cooperation). 
Meira