Skagafjörður

Skriða hreif með sér vatnsbólið

Afleiðingar vatnsveðursins undanfarið hafa verið miklar og ábúendur á Bræðraá í Sléttuhlíð fengu að finna fyrir þeim þegar tvær stórar skriður féllu úr bæjarfjallinu Bræðraárhyrnu sl. föstudagskvöld og hrifu með sér vatnsbólið fyrir bæinn og síðan þá hefur ekkert kalt vatn verið á bænum. Ljóst er að miklar framkvæmdir eru framundan og óljóst um tjón svo ekki sé talað um þau miklu landsspjöll sem svona skriður valda.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Fjör í bakgarðinum hjá Eika og Bergrúnu á Menningarnótt

Menningarnótt var í Reykjavík í gær og voru tónleikar og gigg um alla borg. Talið er að um 100 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll þar sem Rás2 hélt stórtónleika. Í bakgarðinum hjá Eika Hilmis og Bergrúnu Ingimars var slegið upp tónleikum sem kölluðust Niður hlíðar héðan og segir Bergrún að um 100-130 manns hafi verið í garðinum þegar mest var.
Meira

Óbreytt staða á botni Bestu deildarinnar

Lið Tindastóls og Keflavíkur skildu jöfn, 1-1, á Sauðárkróksvelli í dag í átjándu og síðustu umferð Bestu deildarinnar. Úrslitin þýða að lið Tindastóls er í áttunda sæti með 13 stig nú þegar úrslitakeppnin hefst en Keflvík í tíunda og neðsta sæti með 10 stig eða jafnmörg og Fylkir. Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri liðanna sem hefst nk. sunnudag.
Meira

Ásgeir Bragi fær verðlaun sem efnilegur höfundur

Á dögunum ákvað stjórn STEFs, Félags tón- og textahöfunda á Íslandi, að brydda upp á þeirri nýjung að verðlauna efnilega höfunda samhliða hinum árlegu Menningarnæturtónleikum í bakgarðinum við Laufásveg 40 í Reykjavík. Voru verðlaunin veitt í fyrsta skipti í ár og hlutu þau Anna Gréta Sigurðardóttir, Ásgeir Bragi Ægisson og Katrín Helga Ólafsdóttir viðurkenningar en Ásgeir Bragi, sem kallar sig Ouse, er frá Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir með níu og hálfa tá í 3. deild

Lið Tindastóls í 4. deildinni tók stórt skref í átt að sæti í 3. deild að ári í gær en þá heimsóttu þeir botnlið RB og rótburstuðu þá. Stólarnir eru nú með afar heilbrigt forskot á liðin sem eru að berjast á toppnum, bæði stigalega og á markatölu og eiginlega óhugsandi að þetta geti klikkað, enda liðið búið að spila frábærlega í síðari umferð og hefur nú unnið átta leiki í röð í deild og í raun tíu leiki í röð séu tveir leikir í Fótbolta.net bikarnum teknir inn.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Keflavíkur í dag

Síðasta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Á Sauðárkróksvelli verður mikilvægur leikur í botnbaráttunni þar sem lið Tindastóls tekur á móti botnliði Keflavíkur. Nú þurfa stuðningsmenn Stólastúlkna að skella sér í regngallann og fjölmenna á völlinn og styðja stolt Norðurlands vestra í fótboltanum. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

Vatnavextir og skriðuföll á Norðurlandi vestra

Óvenju mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi síðustu tvo daga og regninu hafa fylgt vatnavextir og skriðuföll. Feykir sagði frá því í gær að Siglufjarðarvegi hefði verið lokað milli Ketiláss og Siglufjarðar og er hann enn lokaður. Skriða féll í Hofsá rétt ofan göngubrúarinnar á Hofsósi og skriður hafa fallið á Reykjaströnd og í Vatnsdal.
Meira

Veginum milli Siglufjarðar og Ketiláss lokað

Siglufjarðarvegi á milli Ketiláss og Siglufjarðar hefur verið lokað vegna grjót- og aurskriðu. Vegagerðin beinir því til vegfarenda sem þurfa að komast til Siglufjarðar eða frá Siglufirði að fara Lágheiðina 82 eða þjóðveg 1 yfir Öxnadalsheiði. Það hefur verið úrhellisrigning á mestöllu Norðurlandi í sólarhring, Veðurstofan hefur varað við veðrinu með gulri viðvörun sem stendur til klukkan fimm í nótt.
Meira