Skagafjörður

Stólarnir unnu alla leiki sína í síðari umferðinni

Karlalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði síðasta leik sinn í 4. deild í gær en þá sóttu strákarnir lið KÁ heim í Hafnarfjörð á BIRTU-völlinn. Stólarnir höfðu þegar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og sæti í 3. deild að ári og því leikurinn kannski mest upp á stoltið og að halda mönnum á tánum fyrir komandi undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum. Lokatölur urðu 0-3 fyrir Stólana.
Meira

Lifi íslenskur landbúnaður

Atli Már Traustason er bóndi og frjótæknir á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Hann er stúdent frá FNV og búfræðingur frá Hvanneyri, giftur Klöru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Á Syðri Hofdölum er rekið blandað bú,80 mjólkurkýr, sem stefna senn í 100, og uppeldi sem því fylgir og einnig talsverð nautakjötsframleiðsla,alls eru um 300 nautgripir á búinu.
Meira

Allir geta verið stoltir af liði Tindastóls, segir Donni

Feykir spurði Donna, þjálfari Stólastúlkna, hvort hann væri stoltur af liðinu sínu eftir mikilvægan sigur á Fylki. „Ég er í skýjunum með frammistöðuna í dag þegar allt var undir. Stelpurnar stóðust pressuna alveg eins og ég vissi að þær gætu gert. Þær gerðu það sama í fyrra og í raun hefðu mörkin í dag getað verið jafn mörg og þá,“ sagði hann og vísaði í 7-3 sigur á ÍBV í fyrra við svipaðar kringumstæður.
Meira

Stólastúlkur áfram á meðal þeirra Bestu!

Mikilvægasti leikur sumarsins var spilaður í dag á Sauðárkróksvelli þar sem Tindastóll og Fylkir mættust í nokkurs konar úrslitaleik um sæti í Bestu deild kvenna. Með sigri Fylkis hefðu þær jafnað Stólastúlkur að stigum og átt botnlið Keflavíkur í síðustu umferðinni í úrslitakeppni neðri liða á meðan lið Tindastóls hefði sótt Stjörnuliðið heim. Frá fyrstu mínútu réðu hins vegar heimastúlkur ferðinni, spiluðu í raun hinn fullkomna leik og unnu lið gestanna 3-0 – og tryggðu þar með sætið í Bestu deildinni. Til hamingju Stólastúlkur!
Meira

Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara

Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Meira

„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR

Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar í gær 5.september í Húsi Frítímas. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Skagafjörð og er þetta 20.árið sem Soroptimistar í Skagafirði hafa haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í 5 flokkum. Snyrtileg lóð í þéttbýli, býli í hefðbundnum búskap, býli án hefðbundins búskapar, fyrirtæki og einstakt framtak. 
Meira

Hústaka á Sauðárkróki

Þorsteinn Baldursson, íbúi við Sæmundargötu á Sauðárkróki, segir farir sínar ekki sléttar en hann lenti í óvæntu skaki þegar hann ætlaði að afhenda hús sitt nýjum eiganda – hústökumaður neitar nefnilega að yfirgefa húsið.
Meira

Æfingar að hefjast hjá Kvennakórnum Sóldís

Næstkomandi þriðjudag þann 10. september kl.17 er fyrsta æfing eftir sumarfrí hjá Kvennakórnum Sóldís.
Meira