Skagafjörður

Himnastiginn í Vatnsdal stórskemmdist í gær

Það blés ansi hreint hressilega í gær og eitt af því sem fór illa sunnan hvassviðrinu í gær var himnastiginn sem settur var upp á Skúlahól í Vatnsdal í fyrra  og er hann stórskemmdur. Aðeins hluti hans stendur nú eftir á hólnum.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Aldrei of varlega farið

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir vegfarendum á að ein mesta réttarhelgi ársins sé framundan og þúsundir fjár séu nú á heimleið úr afréttum.
Meira

Hugmyndir um nýja leið til og frá Sauðárkróki

Feykir sendi Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, fyrirspurn varðandi mögulega nýja tengingu til Sauðárkróks um Þverárfjallsveg. Hann segir rétt að forsvarsmenn sveitarfélagsins telji að með vaxandi umsvifum fyrirtækja á Eyrarsvæðinu með tilheyrandi umferð vinnuvéla og stærri tækja sem þvera veginn oft á tíðum, sé heppilegt til framtíðar að almenn umferð einkabíla fara aðra leið til og frá Sauðárkróki.
Meira

KS eignast 93% í Kjarnafæði-Norðlenska

Nú í júlíbyrjun keypti Kaupfélag Skagfirðinga hlut Eiðs og Hreins Gunnlaugassona í fyrirtækinu Kjarnafæði-Norðlenska en samanlegt áttu þeir bræður 57% í kjötvinnslunni. Þá stóðu eftir 43% Búsældar sem er í eigu yfir 400 bænda. Samkvæmt frétt RÚV ákvað meirihluti bændanna að selja KS sinn hlut.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar verða afhent í dag

Á vef Skagafjarðar segir að í dag, fimmtudaginn 5. september verða umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í 20. sinn.
Meira

Gísli Þór á toppnum á metsölulista ljóðabóka

Nýjasta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar fer vel af stað og er nú í fyrsta sæti metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson.
Meira

Sú gula lætur sjá sig í dag

Já, Veðurstofan er ekkert að djóka með þessa gulu. Hún fær pláss í spánni í dag sem er á þessa leið: „Suðvestan 15-23 m/s með vindhviðum staðbundið að 30-35 m/s, hvassast á Ströndum. Til að forðast foktjón er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Varasmt ökutækjum, sem verða óstöðug í vindi.“ Við erum semsagt að tala um gula veðurviðvörun.
Meira

Benni er alltaf spenntur þegar það er stutt í nýtt tímabil

„Já, við erum búin að koma okkur fyrir og erum að elska lífið á Króknum. Við erum einnig búin að vera mikið á ferðinnni að ferja dót og eigum eftir að ná í meira dót – okkur líður rosalega vel hérna,“ segir Benedikt R. Guðmundsson, þjálfari Tindastóls í körfunni, þegar Feykir spurði hann hvort hann væri búinn að koma sér fyrir á Króknum. Nú styttist í alvöruna en fyrsti æfingaleikur haustsins er annað kvöld í Síkinu og því rétt að athuga með þrýstinginn hjá þjálfaranum.
Meira

Fjallkonuhátíð í Skagafirði

Þann 7. september nk. verður haldin Fjallkonuhátíð í Skagafirði af Þjóðbúningafélagi Íslands í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og Annríki- þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði. Feykir hafði sambandi við Ástu Ólöfu Jónsdóttur Pilsaþytskonu til að forvitnast af hverju verið er að halda Fjallkonuhátíð í Skagafirði. „Þegar upp kom sú hugmynd að halda minningu frumkvöðlanna á lofti þá kom Skagafjörður mjög fljótt inn í myndina vegna tengsla þessara frumkvöðla við fjörðinn,“ segir Ásta Ólöf.
Meira