Skagafjörður

Bleikur dagur í FNV í dag

Nemendur FNV mættu í bleiku í skólann í dag til að minnast Bryndísar Klöru sem lést í kjölfarið á hnífstunguárás á Menningarnótt. Landsmenn eru slegnir yfir þessum atburði en auk Bryndísar Klöru voru drengur og stúlka stungin í árásinni en hinn grunaði árásarmaður er sjálfur aðeins 16 ára.
Meira

Er vopnaburður skólabarna vandamál á Norðurlandi vestra?

Vopnaburður skólabarna eða ungmenna hefur verið í umræðunni að undanförnu í kjölfar hræðilegrar hnífstunguárásar á Menningarnótt en Bryndís Klara Birgisdóttir, aðeins 17 ára gömul, lést af sárum sínum nú fyrir helgi. Svo virðist sem það sé orðið býsna algengt að ungmenni séu vopnuð hnífum, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en ætli þetta sé einnig vandamál á Norðurlandi vestra? Feykir sendi Lögreglunni á Norðurlandi vestra fyrirspurn.
Meira

Íbúar í Hegranesi í viðræðum við Skagafjörð um félagsheimilið

Íbúar og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi fóru á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð og var samþykkt á fundi byggðarráðs að boða forsvarsmenn félagsins á fund ráðsins. Feykir setti sig í samband við Maríu Eymundsdóttur sem svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur fyrir hönd íbúanna. 
Meira

Stefnt að því að koma upp eftirlitsmyndavélum á Norðurlandi vestra

Fyrir byggðarráðum Húnabyggðar og Skagafjarðar lá nýlega erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (LNV) hafi haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins en umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun.
Meira

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opinna funda á Hvammstanga og Sauðárkróki miðvikudaginn 4. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn hjá stelpunum um helgina

„Já, ég er sáttur. Leikmenn mættu til æfinga í góðu ástandi þannig að ég sé að stelpurnar voru að æfa í sumar. Í gærkvöldi var önnur æfing okkar með fullt lið og fyrsta skiptið sem við gátum spilað 5 á 5,“ sagði Israel Martiin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bónus deildinni þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann væri ánægður með hópinn sinn.
Meira

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Fornverkaskólinn kennir torfhleðslu

Fornverkaskólinn hefur frá 2007 boðið upp á námskeið í gömlu byggingahandverki og hefur áherslan verið á torfhleðslu, grindarsmíði/timburviðgerðir og grjóthleðslu. Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum.
Meira

Munu Erlendur, Freyja, Hörður og Ari Þór dúkka upp?

„Glæpakviss er fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa glæpasögur og hafa eitthvað fylgst með íslenskri glæpasagnaútgáfu. Svo er auðvitað ekki verra að hafa gaman af spurningakeppni,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir hjá Héraðsbókasafni Skagfirðinga en hún og Siva Þormóðsdóttir hyggjast spyrja þátttakendur spjörunum úr í Glæpakvissi sem fram fer í Gránu á Sauðárkróki fimmtudaginn 5. september og hefst kl. 17:00. Feykir yfirheyrði Fríðu stuttlega um málið.
Meira