Skagafjörður

Óskað eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2025

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Hallur Atli valinn í æfingahóp U16

Á heimasíðu KKÍ var tilkynnt um hverjir hefðu verið valdnir í fimm yngri landslið í körfuknattleik fyrir komandi æfingar sem verða í febrúar. Um er að ræða U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja.
Meira

UMSS með sex fulltrúa á Reykjarvíkurleikunum í ár

UMSS á sex fulltrúa á Reykjavík International í frjálsum sem haldnir eru til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna. Þessi einstaki alþjóðlegi viðburður er haldinn til að draga til sín sterka erlenda keppendur og þar með draga úr ferðakostnaði þeirra sem fá þátttökurétt á þessu leikum. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2024 – 20. jan. 2025 til að komast inn á topplistann. Þeir íþróttamenn sem eru á þessum lista þann 20. janúar 2025 fá boð á RIG.
Meira

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar nk.

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025 vegna sjöttu úthlutunar sjóðsins, hægt verður að sækja um til miðnættis 28. febrúar 2025. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru rúmar 477 milljónir króna.
Meira

Á náttföt, alls konar peysur og kjól | Ég og gæludýrið mitt

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Hafdís Hrönn Bjarkadóttir tíu ára stelpuskott, ásamt móður sinni, Stefaníu Ósk, föður, Bjarka Þór, og yngri systur, Ásdísi Pálu. Hafdís Hrönn er svo heppin að eiga litla hvíta Miniture schnauzer eða dvergschnauzer tík sem heitir Hneta.
Meira

Kartöflupönnukökur og „Royal Kibinukų" | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 8, 2024, var Aistė Drungilienė en hún vinnur hjá 1238 á Króknum. Aisté og maðurinn hennar, Adomas Drungilas leikmaður meistaraflokks karla í Tindastól, eru frá Litháen. Aisté og Adomas hafa búið á Króknum ásamt sex ára dóttur í næstum fjögur ár og eru því farin að kalla Krókinn sitt annað heimili.
Meira

Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Varmahlíð ganga vel

Fræðsluráð Skagafjarðar fundaði þann 23. janúar síðastliðinn. Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins, mætti á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir og viðhald sem eru í gangi og eru framundan við skólamannvirki í Skagafirði.
Meira

Sauðfjárbóndi telur kindur

Síminn hringir. „Halló.“ „Já, halló. Heyrðu já, góðan dag, ég þarf eiginlega að fá símatíma hjá lækninum mínum.“ „Já, það er nú ekki víst að ég geti hjálpað þér með það.“ „Nú jæja, og á þetta ekki að heita spítali þarna á Blönduósi!?“
Meira

Gæti þurft að fækka skipum eða loka fiskvinnslum

„Umtalsverð hækkun auðlindagjaldsins er yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar. Það kallar óhjákvæmilega á enn frekari hagræðingu í veiðum og vinnslu útgerðarinnar. Ef stjórnvöld seilast of langt í þessum fyrirhuguðu hækkunum gæti hagræðingin í einhverjum tilfellum snúist um að fækka skipum og loka fiskvinnslum. Slíkur samdráttur myndi snerta daglegt líf og afkomu fjölmargra sjávarþorpa og bæjarfélaga,“ segir m.a. í grein sem Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifaði á heimasíðu fyrirtækisins í ársbyrjun og var í framhaldiinu birt á Feykir.is.
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira