Skagafjörður

Giannis sjóðheitur gegn Hattarmönnum fyrir austan

Tindastólsmenn sóttu lið Hattar heim á Egilsstaði í gær í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hattarmenn eru í einu af botnsætum deildarinnar en eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir fóru betur af stað í gærkvöldi en Tindastólsliðið náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og sigldi síðan næsta öruggum sigri heim í síðari hálfleik. Lokatölur voru 85-97 og Stólarnir áfram í öðru sæti deildarinnar.
Meira

Þorskur í rjómasósu og kotasælupönnukökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 12, 2024, var Katrīna Geka en hún kemur frá Lettlandi og býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum, Davis Geks, og syni þeirra Teodors. Katrīna er lífsstílsblaðamaður hjá fyrirtæki sem heitir Delfi sem er netfréttamiðill í Eystrasaltsríkjunum. Katrīna er ein af þeim sem sér um dálk sem heitir DelfiLife og þar er fjallað um ferðalög, heilsusamlegt líferni, menntun og persónulegan þroska ásamt ýmsu öðru. Davis er hins vegar, eins og flestir Króksarar vita, að spila með meistaraflokki karla í Tindastól.
Meira

Gagnrýni á formann fræðslunefndar tekin alvarlega

Oddvitar flokkanna sem mynda meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar, Einar E. Einarsson (B) og Gísli Sigurðsson (D), hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að sú gagnrýni sem formaður fræðslunefndar, Kristófer Már Maronsson (D) hafi fengið frá leikskólakennurum sé tekin alvarlega. Þeir hyggjast leggja fram tillögu á næsta fundi sveitarstjórnar um að aflað verði álits á því hvort hann hafi brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa.
Meira

Emma Katrín á sterku alþjóðlegu móti í badminton

Um sl. helgi fór fram hið árlega RSL ICELAND INTERNATIONAL 2025 í Reykjavík en það er stærsta afreksverkefni Badmintonsambands Íslands. Á mótinu voru 247 leikmenn skráðir til leiks og voru þeir frá 35 löndum. Ísland átti 34 leikmenn skráða á mótið og var þar á meðal unga og efnilega Emma Katrín Helgadóttir frá Bandmintondeild Tindastóls og spilaði hún þar sem fulltrúi Íslands í einliðaleik kvenna.
Meira

Gul veðurviðvörun yfir alla helgina

Það er boðið upp á gula veðurviðvörun á Vestur-, Suðvesturlandi og miðhálendinu í dag. Norðurland vestra virðist sleppa nokkuð vel en þó gæti hvesst nokkuð í Húnavatnssýslunum. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu öðru hvoru, segir í veðurspá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag, en snýst í suðvestan 8-13 með stöku éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 18-25 og dálítil rigning á morgun en hiti 3 til 10 stig.
Meira

Aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni

„Okkar ástsæli – og ekki síður farsæli – skipstjóri Guðjón Guðjónsson, sem flestir þekkja væntanlega ekki nema sem Jonna, hoppaði alkominn í land í [gær] eftir rúmlega hálfa öld á sjó.“ Svo segir í frétt á vef FISK Seafood en umræddur Jonni hefur lengst af verið skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU-1 og hefur á þessum árum gert víðreist um sjóinn en „...stærir sig af því um leið að hann hafi aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni enda hafi líf hans verið í föstum skorðum alla tíð.“
Meira

BBQ rif og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2024, voru Eyrún Helgadóttir og eiginmaður hennar Bjarni Kristmundsson. Eyrún og Bjarni eru bændur á Akurbrekku en Eyrún er einnig nuddfræðingur og Bjarni alltmuligman. Þau fluttu á Akurbrekku lok árs 2023 en bjuggu áður á Borðeyrarbæ og eru búin að koma sér vel fyrir með 420 kindur, ellefu hænur og einn hund á bænum.
Meira

Brák auglýsir íbúðirnar við Freyjugötu loks til leigu

Í febrúar 2021 sagði Feykir frá því að Bæjartún hses. hefði hafið vinnu við að reisa fyrsta húsið af átta á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkróki, þar sem bílaverkstæði KS stóð áður. Þá stóð til að fyrstu íbúðirnar færu í leigu um haustið en það er loks nú, eftir fjögur ár, ýmsa snúninga og árlegar fréttir í Feyki um að nú sé þetta að bresta á, sem Brák íbúðafélaga hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúðunum í húsinu.
Meira

Telja formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa

Félagsmenn Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði hafa sent frá sér opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem þau koma á framfæri viðbrögðum við því að formaður fræðslunefndar Skagafjarðar, sem er Kristófer Már Maronsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sé einn þeirra sem stefnir Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall.
Meira

Lífið er núna dagurinn er á morgun

Í tilefni af Vitundarvakningu Krafts verður Lífið er núna dagurinn haldinn hátíðlega fimmtudaginn 30. janúar. „Þennan dag hvetjum við almenning og fyrirtæki í landinu til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar“, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóri Krafts.
Meira