Giannis sjóðheitur gegn Hattarmönnum fyrir austan
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
31.01.2025
kl. 09.05
Tindastólsmenn sóttu lið Hattar heim á Egilsstaði í gær í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hattarmenn eru í einu af botnsætum deildarinnar en eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir fóru betur af stað í gærkvöldi en Tindastólsliðið náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og sigldi síðan næsta öruggum sigri heim í síðari hálfleik. Lokatölur voru 85-97 og Stólarnir áfram í öðru sæti deildarinnar.
Meira