Skagafjörður

Fjör í bakgarðinum hjá Eika og Bergrúnu á Menningarnótt

Menningarnótt var í Reykjavík í gær og voru tónleikar og gigg um alla borg. Talið er að um 100 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll þar sem Rás2 hélt stórtónleika. Í bakgarðinum hjá Eika Hilmis og Bergrúnu Ingimars var slegið upp tónleikum sem kölluðust Niður hlíðar héðan og segir Bergrún að um 100-130 manns hafi verið í garðinum þegar mest var.
Meira

Óbreytt staða á botni Bestu deildarinnar

Lið Tindastóls og Keflavíkur skildu jöfn, 1-1, á Sauðárkróksvelli í dag í átjándu og síðustu umferð Bestu deildarinnar. Úrslitin þýða að lið Tindastóls er í áttunda sæti með 13 stig nú þegar úrslitakeppnin hefst en Keflvík í tíunda og neðsta sæti með 10 stig eða jafnmörg og Fylkir. Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri liðanna sem hefst nk. sunnudag.
Meira

Ásgeir Bragi fær verðlaun sem efnilegur höfundur

Á dögunum ákvað stjórn STEFs, Félags tón- og textahöfunda á Íslandi, að brydda upp á þeirri nýjung að verðlauna efnilega höfunda samhliða hinum árlegu Menningarnæturtónleikum í bakgarðinum við Laufásveg 40 í Reykjavík. Voru verðlaunin veitt í fyrsta skipti í ár og hlutu þau Anna Gréta Sigurðardóttir, Ásgeir Bragi Ægisson og Katrín Helga Ólafsdóttir viðurkenningar en Ásgeir Bragi, sem kallar sig Ouse, er frá Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir með níu og hálfa tá í 3. deild

Lið Tindastóls í 4. deildinni tók stórt skref í átt að sæti í 3. deild að ári í gær en þá heimsóttu þeir botnlið RB og rótburstuðu þá. Stólarnir eru nú með afar heilbrigt forskot á liðin sem eru að berjast á toppnum, bæði stigalega og á markatölu og eiginlega óhugsandi að þetta geti klikkað, enda liðið búið að spila frábærlega í síðari umferð og hefur nú unnið átta leiki í röð í deild og í raun tíu leiki í röð séu tveir leikir í Fótbolta.net bikarnum teknir inn.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Keflavíkur í dag

Síðasta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Á Sauðárkróksvelli verður mikilvægur leikur í botnbaráttunni þar sem lið Tindastóls tekur á móti botnliði Keflavíkur. Nú þurfa stuðningsmenn Stólastúlkna að skella sér í regngallann og fjölmenna á völlinn og styðja stolt Norðurlands vestra í fótboltanum. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

Vatnavextir og skriðuföll á Norðurlandi vestra

Óvenju mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi síðustu tvo daga og regninu hafa fylgt vatnavextir og skriðuföll. Feykir sagði frá því í gær að Siglufjarðarvegi hefði verið lokað milli Ketiláss og Siglufjarðar og er hann enn lokaður. Skriða féll í Hofsá rétt ofan göngubrúarinnar á Hofsósi og skriður hafa fallið á Reykjaströnd og í Vatnsdal.
Meira

Veginum milli Siglufjarðar og Ketiláss lokað

Siglufjarðarvegi á milli Ketiláss og Siglufjarðar hefur verið lokað vegna grjót- og aurskriðu. Vegagerðin beinir því til vegfarenda sem þurfa að komast til Siglufjarðar eða frá Siglufirði að fara Lágheiðina 82 eða þjóðveg 1 yfir Öxnadalsheiði. Það hefur verið úrhellisrigning á mestöllu Norðurlandi í sólarhring, Veðurstofan hefur varað við veðrinu með gulri viðvörun sem stendur til klukkan fimm í nótt.
Meira

Smalahundakeppni í Vatnsdal um helgina

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda nú um helgina og fer keppnin fram á Ási í Vatnsdal. Keppt verður í unghundaflokki, A-flokki og B-flokki. Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag.
Meira

80 ár í syngjandi sveiflu í Hofi í haust

Aðdáendur skagfirsku sveiflunnar þurfa ekki að örvænta í haust. Tónleikahaldararnir Dægurflugan munu í október færa Norðlendingum örlítið nettari útgáfu af 80 ár í syngjandi sveiflu sem var sett upp tvívegis í vor í Hörpu. Þá mætir Geirmundur með eigin hljómsveit í Salinn í Kópavogi nú í september með sígilt söngkvöld.
Meira