Skagafjörður

Sérstakar þakkir fær hún mamma mín sem er enn að aðstoða mig og segja mér til

Ólöf Herborg Hartmannsdóttir, alltaf kölluð Lóa, býr á Sauðárkróki. Hún er reyndar fædd á Flateyri en er alin upp á Króknum og hefur búið þar meira og minna allt sitt líf. Í fjölskyldunni er mikil handavinnuhefð og eru mamma hennar og systur allar liðtækar hannyrðakonur.
Meira

World Explorer annað skemmtiferðaskipið í sumar

Fram kemur á skagafjordur.is að skemmtiferðaskipið World Explorer lagði að höfn á Sauðárkróki í morgun.
Meira

U18 karla hefja leik gegn Dönum

U18 ára landslið drengja í körfubolta leikur nú gegn Danmörku á Evrópumótinu í Rúmeníu.
Meira

Stjórn SSNV gerir athugasemdir við frumvarp til laga um sýslumann

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa sent umsögn um drög að frumvarpi til laga um sýslumann í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin voru birt 13. júlí en frestur til umsagnar er til 15. ágúst. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið brugðist við áðursendum áhyggjum eða athugasemdum samtakanna sem settar voru fram á fyrri stigum.
Meira

Paolo Gratton er síðasta púslið í karlalið Tindastóls

Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól og verða hann og Nacho Falcón klárir í slaginn eftir mánaðamótin en næsti leikur er 5. ágúst. Er þá innkaupmánuði Donna þjálfara lokið í bili og bæði meistaraflokkslið Tindastóls væntanlega sterkari en áður.
Meira

Fyrirhuguð stækkun Hlíðarendavallar

Nýlega var samþykkt deiliskipulag þar sem fram kemur að stækka eigi Hlíðarendavöll. Lengi hafa kylfingar sem nýta sér völlinn haft orð á því að gaman væri að stækka völlinn.
Meira

Bjarni Jónsson um jarðgangagjald: hugnast illa mismunun eftir búsetu

„Mér hugnast illa hverskyns gjaldheimta af samgöngum sem mismunar fólki eftir búsetu. Til þess hefur innviðaráðherra ekki sérstakar heimildir svo ég viti til og slíkt hefur ekki verið rætt í tíð þess þings sem nú situr eða samgöngunefnd alþingis sem ætti að véla um slíkar ákvarðanir“ segir Bjarni Jónsson alþm. um áform um gjaldtöku af umferð um jarðgöng.
Meira

Nacho Falcón verður í fremstu víglínu hjá Stólunum

Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón, eða í stuttu máli Nacho Falcón, hefur skrifað undir samning við 4. deildar lið Tindastóls.Hann kemur í stað Jordán Basilo Meca (Basi) sem var í markahróksformi með Stólunum í sumar eða allt þar til hann meiddist og var það sameiginleg ákvörðun hans og Tindastóls að hann héldi heim.
Meira

Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir Í Frímúrarasalnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu.
Meira

Jafntefli í hörkuleik í Kórnum

Það var stórleikur í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi þegar liðin í öðru og þriðja sæti Lengjudeildar kvenna mættust í hörkuleik og skiptu stigunum á milli sín. Eins og leikir Stólastúlkna að undanförnu var þessi ekki frábrugðinn að því leyti að leikur liðsins var kaflaskiptur – fyrri hálfleikur slakur en síðari hálfleikur mun betri. Jafnteflið þýðir að stað þriggja efstu liða er óbreitt en nú geta liðin í fjórða og fimmta sæti blandað sér enn frekar í toppbaráttuna nái þau hagstæðum úrslitum. Lokatölur í Kórnum voru 1-1.
Meira