Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - fjórði hluti :: Við ramman reip að draga
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
03.08.2022
kl. 10.49
Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Meira