Skagafjörður

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - fjórði hluti :: Við ramman reip að draga

Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Jóhannes og Sunna krýnd Íslandsmeistarar í félagsvist á Félagsleikum Fljótamanna

Samkvæmt upplýsingum Feykis er skemmtileg helgi að baki í Fljótum en Félagsleikar Fljótamanna gengu vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega samstarfsfúsir og boðið upp á frekar lásí veðurpakka þessa verslunarmannahelgina.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Þriðji hluti :: Móttökur líkt og þjóðhöfðingjar væru á ferð

Fimmtudaginn 19. maí voru Molduxarnir komnir á fætur kl. 7 eins og aðra morgna í ferðinni. Að loknum morgunverði ókum við af stað til Zagreb í níu manna bifreið er við höfðum tekið á leigu. Um morguninn hafði mágur Petars, Ivo bóndi, komið með bílinn frá Króatíu. Leiðin lá um fallegar sveitir Slóveníu að landamærum Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsáritun og gekk það nokkurn veginn þrautalaust fyrir sig. Ekki fór þó á milli mála við umsókn um dvalarleyfi að við vorum komnir að járntjaldinu sem var nýlega fallið.
Meira

Frábær árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ

Fram kemur á FB síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls að árangur frjálsíþróttakrakka úr Skagafirði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi, sem fram fór um helgina, hafi verið frábær.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira

Er hættur að treysta veðurspánni

„Já, við komum hingað til að spila fótbolta, það var planið en í raun vissum við ekki svo mikið um hvert við værum að fara eða um gæði liðsins. Ég er ánægður með að við enduðum í liði Tindastóls!“ segir Anton Örth, annar sænsku tvíburanna sem spila með liði Tindastóls í 4. deildinni nú í sumar.
Meira

Bræðurnir snúa bökum saman

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamennina og bræðurna Viðar Ágústsson og Ragnar Ágústsson. Viðar, sem hefur alla tíð spilað með liði Tindastóls, skrifar undir þriggja ára samning og yngri bróðir hans, Ragnar, sem hefur spilað með liði Þórs á Akureyri síðustu misserin, skrifaði undir til tveggja ára.
Meira

Ágúst pínu betri en júlí :: Skeyti frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Núna tók veðurklúbburinn ákvörðun um að halda mánaðarlega fundinn sinn viku fyrr en vanalega, eða 26. júlí, til að fara yfir veðurútlit ágústmánaðar, segir í skeyti veðurspámanna á Dalbæ. Segir þar að ýmsar upplýsingarnar hafi komið frá félögum að þessu sinni en engar voru þær verulega slæmar frekar en undanfarið.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Annar hluti :: The Icelandic Old Star National team

Íþróttafélagið Molduxar var stofnað í nóvember 1981 með það að markmiði að iðka körfuknattleik af meiri kappi en forsjá, en það var ekki síðri tilgangur félagsmanna að hafa gaman af lífinu í góðum félagsskap. Síðan þá eða í tæp 41 ár hafa félagsmenn æft körfuknattleik allan ársins hring og sótt mót bæði hérlendis og til útlanda og skemmt sér og öðrum með alls kyns uppákomum með anda ungmennafélaganna að leiðarljósi.
Meira