Appelsínugul veðurviðvörun í rúman sólarhring
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.02.2025
kl. 08.34
Í gær spáði Veðurstofan vonskuveðri í dag og á morgun og er fastlega reiknað með að spáin gangi eftir. Það má því reikna með að um kl. 15 í dag verði orðið bálhvasst en þá tekur appelsínugul veðurviðvörun yfir á Norðurlandi vestra og er spáð vonskuveðri á öllu landinu þegar líður að kveldi. Lögreglan leggur að fólki að koma lausamunum í skjól, fylgjast vel með veðurspám, færð á vegum og skyggni.
Meira