Dómi varðandi launagreiðslur til tónlistarkennara í Skagafirði áfrýjað til Landsréttar
feykir.is
Skagafjörður
17.09.2024
kl. 12.40
Feykir greindi á dögunum frá því að sveitarfélagið Skagafjörður hafi í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum. Málið snérist um það hvort þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar ættu kröfu á sveitarfélagið vegna vangoldinna launa vegna aksturs á milli starfsstöðva skólans. Á fundi byggðarráðs í síðustu viku var það ákvörðun meirihlutans að um fordæmisgefandi mál væri að ræða og var því ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar.
Meira