Skagafjörður

Sprúðlandi nýr Feykir kominn út

Delúx-útgáfan af Feyki kom út í dag en það þýðir að blaðið er 16 síður af alls konar í þetta skiptið. Opnuviðtalið er við Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóra Húnabyggðar, sem segir lesendum hressilega frá verkefnum og viðfangsefnum sveitarstjórans og ýmsu því sem brennur á íbúum sveitarfélagsins. Hann segir m.a. starf sveitarstjórans algjörlega allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. „Það er reyndar gott því að það var ástæða þess að ég ákvað að taka þetta starf og gefa mér þessa áskorun sem hefur reynst ansi hressandi,“ segir Pétur.
Meira

Réttarball Fljótamanna

Hið margrómaða Réttarball Fljótamanna verður haldið laugardagskvöldið 14. september í félagsheimilinu Ketilási. Ástarpungarnir frá Siglufirði munu halda uppi fjörinu frá klukkan 23:00 til 03:00.
Meira

Vonast til að afköst hitaveitunnar á Sauðárkróki aukist um 35-40%

„Borun hefur gengið vel en holan er staðsett 15 metrum vestan við holu BM-10 í Borgarmýrum,“ sagði Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna, þegar Feykir spurði hann hvernig borun eftir heitu vatni hefði gengið á Sauðárkróki. Vonast er eftir að afköst veitunnar aukist um 35-40% ef aðgerðin heppnast vel.
Meira

Tré ársins 2024 í Varmahlíð

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins. Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf hérlendis nú segir á vef Skóræktarfélags Íslands.
Meira

Hólar til framtíðar

Hólahátíð var haldin dagana 17.-18. ágúst síðastliðna venju samkvæmt og tókst hún í alla staði afar vel. Hólaræðu að þessu sinni flutti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Var það vel til fundið því málefni Háskólans á Hólum hefur verið nokkuð í deiglunni að undanförnu í ljósi stefnumörkunar ráðherra og því að skólinn og Háskóli Íslands undirbúa nú að hefja samstarf á grunni nýrrar háskólasamstæðu á næsta ári.
Meira

Hálka og krap á þjóðvegi 1

Það hefur verið leiðinlegt veður á Norðurlandi síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Þó má þó kannski segja að veðrið hafi ekki verið verra en spár gerðu ráð fyrir en Veðurstofan hafði sett á appelsínugula viðvörun sem átti að renna út um klukkan 18 í dag. Nú rennur sú appelsínugula út kl. 9 eða bara rétt í þessu og við tekur gul og vægari viðvörun sem dettur út um kl. 15 í dag.
Meira

Ungmennaþing SSNV 2024 fer fram 11. september

Á vef SSNV segir að þann 11. september fer fram ungmennaþing SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi, er þetta annað árið í röð sem þingið er haldið. Ungmennaþingið er hluti af áhersluverkefninu Ungt fólk á Norðurlandi vestra og er markmið þess að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að tjá skoðanir sínar og ræða málefni sem brennur á því, valdefla og efla tengslanet þessa hóps. Jafnframt að kynna menningu landshlutans fyrir ungu fólki og fá þeirra sýn inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Ungmennaþingið á þess vegna þátt í að gefa krökkum á svæðinu rödd og tækifæri til þess að hafa áhrif í landshlutanum, en við ætlum líka að skemmta okkur.
Meira

Appelsínugul viðvörun og norðanhvellur í kortunum

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra er vakin athygli á slæmri veðurspá fram á seinni hluta þriðjudags. Búið er að gefa út af Veðurstofu að frá og með seinnipartinum á morgun, mánudegi, verði gefin út appelsínugul veðurviðvörun sem að nær langt fram á þriðjudag.
Meira

Allt er gott sem endar vel

Feykir sagði frá því undarlega máli á föstudag að húseigandi við Sæmundargötu á Sauðárkróki næði ekki að afhenda nýjum eiganda húsið þar sem leigjandi hans neitaði að yfirgefa húsið. Nú hefur þetta málið fengið farsælan endi þar sem félagsmálayfirvöld í Skagafirði gripu í taumana og komu manninum fyrir á gistihúsi.
Meira

Íslenskar göngudrottningar taka Kóngaveginn með trompi

Fyrr í sumar hélt gönguhópur sem kallar sig Föruneyti Írisar í vikuferð til Noregs, með það að markmiði að ganga hluta af gamalli póst-og þjóðleið sem kallast Kongeveien over Filefjellet á tungu þarlendra. Skemmst er frá að segja að ferðin heppnaðist vel og göngu-dagarnir þrír, ásamt dvöl í einstaklega fallegu umhverfi í Lærdal, Aasane og Bergen, heppn-uðust vel. Komu konurnar þrettán sem tóku þátt endurnærðar til síns heima viku síðar.
Meira