Skagafjörður

Ásta Ólöf heldur áfram að láta gott af mér leiða

Ásta Ólöf sem nýverið var valinn Maður ársins á Norðurlandi vestra heldur áfram að láta gott af sér leiða. Þetta kemur fram Facebooksíðu Skagafjarðar.
Meira

Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölbreytt í janúar

Á heimasíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að alls voru á fimmta hundrað mál skráð hjá embættinu í janúarmánuði og eru verkefni lögreglunnar á landsbyggðinni oft æði fjölbreytt, allt frá því að flagga íslenska fánanum á nýársdag að því að leita að týndu barni.
Meira

Tveir sérar ráðnir í afleysingu

Liðsauki í Skagafjarðarprestakall annars vegar og Húnavatnsprestakall hins vegar. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja presta til afleysingaþjónustu í prestaköllunum frá byrjun febrúar og næstu mánuði.
Meira

Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin

Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira

Lífshlaupið hefst á morgun, 5. feb. - Verður þinn vinnustaður, skóli eða hreystihópur með?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri.
Meira

Bullandi óánægja með endurhönnun leiðakerfis Strætós

Vegagerðin á og rekur landsbyggðarstrætó og þar hefur verið unnið að endurhönnun leiðakerfisins. Það er hins vegar óhætt að segja að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru hafa ekki fallið í kramið hjá fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra enda virðist sem svo að hugmyndirnar feli einkum í sér minni þjónustu. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson frá Flokki fólksins, að taka málið til skoðunar enda ákvörðun Vegagerðarinnar „...í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt.“
Meira

Gottveður.is er vísir að nýjum vef Veðurstofunnar

Áhugafólk um veður og veðurspár ætti að vera kátt með nýja vefsíðu Veðurstofunnar – gottvedur.is – sem tekin var í notkun í gær. Í raun er um að ræða fyrsta hluta af nýjum vef Veðurstofunnar en vefurinn er enn í þróun og mun færast undir vedur.is þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur. Reikna má með að íbúar í þéttbýli fagni því að veðri í helstu bæjum og þéttbýliskjörnum landsins er gert hátt undir höfði á nýja vefnum.
Meira

Heimagert ítalskt pasta með kúrbítssósu og burratablöndu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 16, 2024, var Áróra Árnadóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Faðir hennar er Árni Gunnarsson, frá Flatatungu, og móðir hennar er Elenóra Jónsdóttir, aðflutt að sunnan en búin að búa á Króknum í yfir 20 ár. Áróra býr í Kaupmannahöfn með kærastanum sínum Tommaso, sem er frá Ítalíu.
Meira

Illviðri og úrkoma í kortunum upp úr miðri viku

Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafa verið opnaðar fyrir umferð en þeim var lokað í nótt vegna veðurs og færðar. Flestallir vegir á Norðurlandi vestra eru því færir en víða má reikna með hálku eða hálkublettum. Lægðagangur verður viðvarandi út vikuna með tilheyrandi úrkomu og hvassviðri. Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra frá kl. 15 á morgun, miðvikudag, og fram á miðjan fimmtudag.
Meira

Kjúklingur og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2024, voru Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson í Skagafirði. Daníel er uppalinn á Króknum og eru foreldrar hans Helga Hjálmarsdóttir, frá Hólkoti í Unadal, og Þórarinn Þórðarson, frá Ríp í Hegranesi. Stefán er héðan og þaðan, eins og hann orðaði það sjálfur, en hann ólst upp á Kjalarnesi og var einnig nokkur ár í Danmörku á uppvaxtarárunum.
Meira