Skagafjörður

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Sama stjórn hjá knattspyrnudeild Tindastóls en ekki tókst að manna barna- og unglingaráð

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls, sem fram fór í gærkvöldi, gáfu stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Annað var uppi á teningnum hjá barna- og unglingaráði, sem starfað hefur með sjálfstæðan fjárhag í um tvö ár, þar sem ekki náðist að fullmanna stjórnina og flyst því rekstur þess til stjórnar deildarinnar.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Upplestur úr nýjum bókum á Króknum í kvöld

Í kvöld munu nokkrir rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum á bókasafninu á Sauðárkróki. Viðburðurinn hefst klukkan 20 og í boði verður, auk upplestursins, jólate og konfekt. Þess má geta að í sumum bókanna kemur Skagafjörður talsvert við sögu, segir í tilkynningu safnsins.
Meira

Eldur í hænsnakofa á Króknum

Eldur kom upp í hænsnakofa í Túnahverfinu á Sauðárkróki laust eftir miðnætti í nótt. Í frétt á Facebook-síðu Brunavarnar Skagafjarðar segir að snör viðbrögð vegfarenda og húseiganda hafi orðið til þess að tjónið varð ekki meira en orðið var en timburpallur og íbúðarhús liggja samhliða hænsnakofanum.
Meira

Tindastóll mun áfrýja niðurstöðu aganefndar KKÍ

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum körfuboltaáhugamönnum að niðurstaða fékkst í gær í kærumáli Hauka á hendur Tindastólsmönnum þar sem Stólarnir tefldu fram ólöglegum leikmanni, eða fjórða erlenda leikmanninum, í bikarleik liðanna á dögunum. Samkvæmt laganna bókstaf er refsingin við brotinu á þann veg að liðinu sem brýtur af sér er dæmt 0-20 tap og sekt upp á krónur 250 þúsund. Og það reyndist niðurstaða aganefndar KKÍ. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, mun félagið að sjálfsögðu áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ.
Meira

Dagur íslenskrar tungu - Jónas Hallgrímsson 1807-1845 :: 215 ára fæðingarafmæli skáldsins að norðan

In aquilonem nocturnum eða Í norðanvindi að næturlagi Þegi þú vindur! Þú kunnir aldregi hófs á hvers manns hag, langar eru nætur þars þú hinn leiðsvali þýtur í þakstráum.
Meira

Tólf leikir hjá flokkum unglingaráðs um helgina

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá MB10 stúlkna og drengja ásamt því að bæði 10 fl. drengja, 12. fl. karla og Ungmennaflokkur karla spiluðu einn leik hver.
Meira

Vilja lækka aldursmörk á hvatapeningareglum niður í 0 ára

Á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar lögðu VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu um að reglur um núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga verði breytt þannig að ungabörnum gefist strax kostur á úthlutun, þ.e. fyrir sinn fyrsta afmælisdag, í stað fimm ára eins og nú er og til 18 ára aldurs.
Meira