Skagafjörður

Tíminn er hraðfleygur fugl Sauðárkrókskirkja á tímamótum

Fyrir um þrem áratugum kom Bragi Skúlason, byggingameistari, að máli við mig og spurði hvort ég ætti mynd af kirkjunni þar sem að kúlurnar þrjár á turni kirkjunnar kæmu skýrt og afdráttarlaust fram. Svo fór að engin mynd fannst í fórum mínum.
Meira

Bætt bráðaþjónusta á heilsugæslustöðvum

Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum.
Meira

200 nýjar skagfirskar skemmtisögur í einni bók

„Jæja, hún er komin í hús blessunin, sjötta bókin í ritröðinni Skagfirskar skemmtisögur,“ segir Björn Jóhann Björnsson, skemmtisagnasafnari og Moggamaður, á Facebook-síðu sinni. Fram kemur að nú bætast um 200 sögur í sarpinn en alls eru sögurnar á prenti orðnar um 1.300 talsins.
Meira

Arnar með landsliðinu í undankeppni HM

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Liðið hefur æft saman síðustu daga og í kvöld, 11. nóvember, mæta strákarnir landsliði Georgíu í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn. Einn leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson, var valinn í landsliðshóp Íslands og fær vonandi að láta ljós sitt skína.
Meira

Ábyrgð dýravelferðar liggur ávallt hjá eiganda

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um velferð búfjár á tilteknum bæ í Borgarfirði, hefur Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu til að árétta að stofnunin sé með málið til meðferðar. Þar kemur fram að á meðan vinnslu málsins stendur mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni.
Meira

Aparóla Freyjanna formlega afhent skagfirskum æskulýð

Það voru glaðir krakkar sem tóku formlega við aparólunni, sem Kiwanisklúbburinn Freyja stóð fyrir að komið yrði upp í fyrirhuguðum leikvelli sunnan Eyrartúns í Túnahverfi á Sauðárkróki í hádeginu í dag. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skagafjörð og segir Freyja Rut Emilsdóttir, forseti klúbbsins, það einkar ánægjulegt að taka fyrsta leiktækið í notkun.
Meira

Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
Meira

Hungurdiskar á Skagaheiði :: Sjaldgæft heiti á vel þekktu fyrirbrigði

Það var fallegt um að litast á Skagaheiðinni um helgina er Guðmundur Sveinsson, rjúpnaskytta á Sauðárkróki, fór þar um í veiðihug. Vildi hann lítið gefa upp um feng eða nákvæma staðsetningu þegar Feykir falaðist eftir mynd, sem hann setti á Facebook-síðu sína, til að birta í blaðinu.
Meira

Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út

Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira

Fullnýttur hælisleitendaleiðari :: Leiðari Feykis

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og reglum, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næst versta falli af hluttektarleysi valdhafa.
Meira