Skagafjörður

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira

Nýr deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Á Facebook-síðu safnsins kemur fram að undanfarin ár hafi Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands.
Meira

Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt

Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Meira

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í Smáranum

Stólastúlkur sóttu b-lið Breiðablik heim í Smárann í dag en í fyrstu umferð Íslandsmótsins þá var það eina liðið sem Tindastóll náði að leggja í parket. Sá leikur 95-26 heima í Síkinu og það voru því væntingar um að bæta mætti tveimur stigum á töfluna í dag. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi bætt leik sinn frá því í haust þá áttu þær ekki roð í lið Tindastóls sem vann öruggan sigur, 61-113.
Meira

Virkja sköpunarkraftinn eða eignast nýja flík

Sigríður Herdís Bjarkadóttir er uppalinn Skagfirðingur en býr í Reykjavík með manninum sínum og tveimur köttum.
Meira

Miklir vatnavextir í Fljótum í gær

Mikil úrkoma var á Tröllaskaga nú í lok vikunnar. Í frétt á mbl.is í hádeginu í gær var sagt frá því að Veðurstofa Íslands hafi gert ráð fyrir 75 mm uppsafnaðri úrkomu í grennd við Siglufjörð en meira varð úr því mælar sýndu hátt í 150 mm á einum sólarhring. Eitthvert þarf vatnið síðan að renna en í Fljótum hafði vatnið skilað sér illa til sjávar og þar voru talsverð flóð í gær.
Meira

Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum

Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð.
Meira

Eyþór og Lindin í frímúrarahúsinu á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 13. nóvember verður haldin í frímúrarahúsinu á Sauðárkróki metnaðarfull söngdagskrá með ævisöguívafi byggða á höfundarverki Eyþórs Stefánssonar og ævisögu hans eftir Sölva Sveinsson. Auk þess að hlýða á söng frábærra listamanna fá gestir að heyra frá, ekki síðri listamanni, Eyþóri Árnasyni leikara frá Uppsölum, flutning um ævi og störf Eyþórs.
Meira