Næstkomandi laugardagskvöld verður Aðalgatan á Sauðárkróki færð í betri stílinn þegar lokað verður fyrir bílaumferð og heljarinnar sviði slegið upp. Á sviðinu munu fara fram tónleikar sem hefjast klukkan 19:30, ásamt því að fyrirtæki í götunni munu hafa dyrnar sínar opnar fram á kvöld þar sem fólk getur rölt á milli verslana
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.
Miðstöðin var stofnuð árið 2020 og er markmiðið að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun og meðvitund um umhverfið. Í húsnæði Verðanda, Þangstöðum á Hofsósi er hægt að koma og gera við föt, gera upp húsgögn og nýta aðstöðu og verkfæri til handverks og hönnunar.
Á vef Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin og María Björk Ingvadóttir hafi gert með sér tímabundið samkomulag um aukna upplýsingamiðlun af verkefnum Byggðastofnunar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur boðað til fundar á morgun, þriðjudaginn 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin í sjötta næstkomandi helgi, 23. – 25. júní nk. Hátíðin var fyrst haldin árið 2018 og kom í stað Jónsmessuhátíðarinnar sem þá hafði verið haldin á Hofsósi í fjöldamörg ár.
Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram á tónleikum í Apótekarastofunni, Aðalgötu 8, í Gamla bænum á Blönduósi miðvikudaginn 21. júní kl. 21:00. Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní.
Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í síðustu viku var sagt frá því að Sigurður Gunnar Þorsteinsson og kkd. Tindastóls hafi lokið samstarfi sínu. „Tindastóll á Sigurði margt að þakka, reynsla hans og hæfni voru afar mikilvæg í baráttunni um langþráða titilinn síðastliðin tvö ár. Við erum honum ævinlega þakklát og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand.
Nú er verið að ganga til kosninga og því vill ég nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðisþjónustu utan lögheimilis, sérstaklega þegar kemur að þjónustu fyrir börn, kostnaður og álag á fjölskyldur sem þurfa að ferðast langar leiðir til að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Kerfið þarf að bæta og tryggja að allar fjölskyldur, óháð búsetu, fái sanngjarna meðferð þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.