Skagafjörður

Jólahúnar á Hvammstanga í kvöld

Jólatónleikar Jólahúna verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld. Rannveig Erla skipuleggjandi tónleikanna segir að æfingar hafa gengið mjög vel og er spenningur fyrir tónleikum kvöldsins.
Meira

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi bæði gáfu og þáðu

Á huni.is segir að sl. viku hafi stjórn Hollvinasamtakanna á Heilbrigðisstofnun Blönduóss afhent tvo björgunarstóla/flóttastóla til sjúkrahússins og eiga þeir eftir að koma sér afar vel ef rýma þarf húsnæðið í skyndi og ekki er hægt að nota lyfturnar í húsinu. Þá fengu Hollvinasamtökin einnig afhenta peningagjöf frá systkinunum á Hofi í Vatnsdal, þeim Ingunni, Páli, Hjördísi og Jóni, til minningar um móður þeirra frú Vigdísi Ágústsdóttur.
Meira

Kosið um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna á Skagaströnd

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og er þetta í annað sinn sem þessi kosning fer fram. Í ár verður hins vegar sú breyting á að íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu. Hægt er að senda inn tilnefningar til miðnættis 26. desember 2023 og munu úrslitin birtast á heimasíðu sveitarfélagsins. íbúar á Skagaströnd eru hvattir til að skella sér á rúntinn og hlusta á ljúfa jólatóna á meðan ekið er um götur bæjarins til að meta hvað er jólalegasta húsið og mest skreytta gatan.
Meira

Fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða tilbúið til notkunar

Rétt í þessu kom tilkynning um að glæsilega fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða væri tilbúið til notkunar en Feykis sagði frá því í lok október að uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða væri í fullum gangi. Það er því um að gera að gera sér ferð og skoða þetta fallega hús sem Auður Hreiðarsdóttir hjá ESJA Architecture hannaði en það var reist af Verk Lausnum á Skagaströnd með stuðningi úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. 
Meira

Aðeins 6 dagar til jóla....

Ég var að uppgötva að það eru aðeins 6 dagar til jóla.... Ég er reyndar búin að kaupa allar jólagjafirnar og byrjuð að pakka inn en allt annað er ég ekki byrjuð á að gera og mun eflaust ekki hafa tíma í að gera þetta árið. Jólin koma, því miður eða á maður að segja frekar sem betur fer, þó ég sé ekki búin að skúra og skrúbba alla veggina heima hjá mér, baka allar smákökusortirnar og allt annað sem fylgir jólunum sem ég man ekki núna því stressið er að yfirtaka heilann í mér. Eigum við nokkuð að leyfa því að koma og setja bara í uppgjafargírinn og stilla á þetta reddast allt saman:) 
Meira

Farið að þreifa á leikmönnum fyrir næsta sumar

Að sögn Adams Smára Hermannssonar, nýs formanns knattspyrnudeildar Tindastóls, eru þreyfingar hafnar í leikmannamálum og má vænta frétta af þeim vettvangi fyrr en síðar.
Meira

Jólagaman í Varmahlíðarskóla

Síðasta vikan fyrir jólafrí þykir sennilega flestum nemendum í grunnskólum landsins skemmtilegur tími enda er ýmislegt brallað og skólastarfið brotið upp með ýmsu jólatengdu gamani. Þetta má glögglega sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla í Skagafirði þar sem sjá má fréttir og myndir af piparkökuhúsakeppni, jólavinnu á yngsta stigi og rökkurgöngu.
Meira

Fljúgandi hálka í Langadalnum

Hiti er nú víða um frostmark á Norðurlandi vestra. Í gær snjóaði en það hefur hlánað nokkuð í dag og því þurfa gangandi og akandi vegfarendur að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar er varað við því að flughált er í Langadal en hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir sem er síðan um kl. 13:00 í dag.
Meira

Davíð Már öruggur sigurvegari í Ljósmyndasamkeppni sjómanna 2023

Árleg Ljósmyndasamkeppni sjómanna, sem sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir, fór fram í sumar og barst 101 mynd í keppnina frá ellefu sjómönnum. Það var Króksarinn Davíð Már Sigurðsson, sjómaður og ljósmyndari, sem varð í efstu tveimur sætunum í keppninni en hann er í áhöfn Drangeyjar SK2 sem FISK Seafood gerir út frá Sauðárkróki.
Meira

Adam Smári nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram fyrr í mánuðinum en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt stjórnarkjöri. Sunna Björk Atladóttir sem leitt hefur starf knattspyrnudeildar undanfarin ár steig til hliðar en Adam Smári Hermannsson tók við formennskunni af henni.
Meira