Skagafjörður

Steinrunninn trjábolur á Vatnsdalsfjalli - Milljóna ára gamall með yfir 200 árhringi

Það má velta fyrir sér nú, þegar umræða um hækkandi hitastig heimsins er fyrirferðamikil, hvort, og þá hvernig, verði umhorfs á Íslandi eftir einhverja mannsaldra. Ljóst er að loftslag hefur verið heittemprað á landinu fyrir milljónum ára þar sem gróðurmenjar hafa fundist hér á landi sem innihalda leifar heittempraðs skógs, lauf- og barrtrjáa.
Meira

„Tökum með okkur jákvæðu kaflana og lærum af hinu“

Feykir tók púlsinn á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttur frá Brautarholti, eftir að fyrri umferð Bestu deildar kvenna lauk nú í vikunni. Lið Tindastóls er í áttunda sæti með átta stig eftir níu leiki. Liðin í fallsætunum, Selfoss og ÍBV, eru bæði með sjö stig. Þrír síðustu leikir liðsins voru allir gegn sterkum andstæðingum og töpuðust allir frekar illa. Það er þó enginn mæðutónn í Bryndísi sem segir liðið læra af reynslunni og koma sterkari til leiks í seinni umferðina.
Meira

Verum forvitin, ekki dómhörð

Bandaríska skáldið Walter „Walt“ Whitman frá Long Island lét einhvern tíman hafa eftir sér að við ættum að vera verum forvitin, ekki dómhörð (e. be curious, not judgemental). Þar hvetur hann til opinnar og gagnrýnislausrar nálgunar til að skilja aðra og heiminn í kringum okkur.
Meira

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Sumargestir á bökkum Sauðár - Aðsent Hörður Ingimars

Þeir leynast víða „leynistaðirnir“ við Sauðána þó öllum séu aðgengilegir. Svo litfagrir að staldra verður við og njóta Guðsgjafanna. Á heitasta degi sumarsins 16. júní í 24 gráðum teyga sóleyjarnar sólarljósið og lúpínan sperrir sig sem mest hún má umlukin iðjagrænu grasinu og sumargestirnir njóta stundarinnar.
Meira

Aldrei áður hafa jafnmargir brautskráðst í einu frá HÍ

Alls munu 2.832 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn 24. júní, og hefur skólinn aldrei áður brautskráð jafnmarga í einu. Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Laugardalshöll og bein útsending verður frá báðum athöfnum fyrir áhugasama.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar og Brunavarnir Skagafjarðar gera með sér samning um gagnkvæma aðstoð

Samningur þessu er áþekkur þeim sem eru í gildi um allt land og kveður á um gagnkvæma aðstoð slökkviliða þar sem þjónustusvæði liðanna liggja saman.
Meira

Guðmundur góði biskup meðal eftirrétta á Kaffi Hólum

Veitingalífið glæðist með sumarkomunni. Mörgum þykir gaman að fara heim að Hólum í Hjaltadal og nú er enn ríkari ástæða til að heimsækja þann fallega stað því Kaffi Hólar, í kjallara gamla skólahússins, er með opið frá átta á morgnana til níu að kvöldi alla daga.
Meira

Maddömukot flutt af sínum gamla stað - Framtíð hússins enn óráðin

Fyrir helgi var Maddömukot á Sauðárkróki tekið af sínum gamla stað, Aðalgötu 16c, og komið fyrir á Tengilsreitnum utar í bænum þar sem það bíður endanlegrar staðsetningar. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, er framtíð hússins enn óráðin en unnið er við deiliskipulag norðurhluta Sauðárkróks þar sem horft er til mögulegrar framtíðarnotkunar lóðarinnar Aðalgötu 24, þangað sem húsið var flutt.
Meira

Kynningarfundur um hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun boðar til kynningarfundar í dag, föstudag, kl. 10, þar sem kynnt verða hlutdeildarlán sem HMS veitir fyrir fyrstu kaupendur. Hægt verður að fylgjast með fundinum á beinu streymi.
Meira