Nýr framkvæmdastjóri á LANDMARK
Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eigenda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. Þórey gengur einnig úr eigendahópnum og hyggst nú einbeita sér alfarið að sölu fasteigna hjá LANDMARK.
Aðrir eigendur LANDMARK eru [Króksarinn] Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir (starfandi formaður Félags fasteignasala), Sveinn Eyland og Sigurður Rúnar Samúelsson, öll fasteignasalar.
Spenntur fyrir framhaldinu
„Ég er ákaflega spenntur fyrir því að takast á við nýtt hlutverk samfara því að selja fasteignir og er þakklátur traustinu sem mér er sýnt. Á LANDMARK starfar samheldinn hópur löggiltra fasteignasala ásamt öflugri skjalagerðardeild, samtals þrettán manns. Það er mikill hugur í okkur og ég hlakka til að leiða áframhaldandi uppbyggingu stofunnar með þeim öfluga hópi sem þar starfar,“ segir Andri í tilkynningunni.
Skrifstofa LANDMARK er að Hlíðasmára 2 í Kópavogi.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.