Laddi og Jón Gnarr með Hvanndælsbræðrum í Hofi

Já, það verður fjör!
Já, það verður fjör!

Þar sem hæstvirtir Hvanndalsbræður hafa nú tengingu í Húnaþing vestra er allt í lagi að segja frá því að þeir hyggjast nú endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi á Akureyri fyrir norðan í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið. Það er ekki útlit fyrir minna sprell að þessu sinni en Fjörleikahús Hvanndalsbræðra stígur á svið þann 21. september á slaginu 21.

Í kynningu segir að það sé algjörlega óvitað hvaða uppátækjum megi reikna með frá Hvanndalsbræðrum í þetta skipti en ljóst að gestir kvöldsins eru úr efstu hillu, einhverjir dáðustu grínistar sem þjóðin hefur alið, þeir Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Jón Gnarr. Það mun sennilega vera í fyrsta skipti sem þeir grínmeistarar deila sviði.

„Það má reikna með mikilli gleði, söng og allskyns uppátækjum á þessu Fjörleikahúsi Hvanndalsbræðra. Síðast komust allir að sem vildu, tryggið ykkur miða í tíma,“ segir á MAK.is.

P.S. Slökkviliðsstjóri Húnaþings vestra, Valur Freyr Halldórsson, er trommari og söngvari í Hvanndalsbræðrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir