Enn er skíðað í Tindastólnum

Landsliðsfólkið á æfingu í Tindastólsnum í gær. MYND: SH
Landsliðsfólkið á æfingu í Tindastólsnum í gær. MYND: SH

Íslenska landsliðið í skíðum æfði á skíðasvæði Tindastóls í gærdag en RÚV hefur eftir Sigurði Haukssyni, forstöðumanni skíðasvæðis Tindastóls, að hann muni ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður. Níu manns voru við æfingar í gær, sextán ára og eldri, og gátu nýtt sér allan daginn.

Í fréttinni kemur fram að enn sé snjór til heiða í Skagafirði eftir sumarhretið í byrjun mánaðar. Þá voru allt að tveggja metra háir snjóskaflar við girðinguna á skíðasvæðinu, að sögn Sigurðar.

„Það var allt á kafi hérna uppi á skíðasvæði, snjóaði vel; eiginlega bara eins og vetrarnorðanátt hjá okkur. Þetta eru bara svona leifarnar sem eru eftir núna. Það er búið að opna golfvöllinn og vonandi bara að sumarið sé að fara að koma.

„Það var búið að salta brekkuna vel í [gær]morgun. Saltið er að grípa mjög vel. Það er stundum gert hérna þegar það er komið smá vorfæri, snjórinn er mjúkur. Þá er hann aðeins saltaður og þá harðnar það strax. Þannig það er bara þrusufínt færi hjá okkur...“

Sjá nánar frétt á rúv.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir