Rabb-a-babb 151: Leifur í Sólheimum

Nafn: Þorleifur Ingvarsson.
Árgangur: 1958.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Kristínu L Árnadóttur og faðir fjögurra uppkomina barna.
Búseta: Sólheimar Húnavatnshreppi.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Uppalinn í Sólheimum og hef aldrei flutt að heiman. Faðir minn ól allan sinn aldur í Sólheimum en móðir mín er ættuð af Ströndum.
Starf / nám: Búrekstur hefur verið aðal ævistarfið en hef jafnframt unnið ýmis störf meðfram bústörfum
Hvað er í deiglunni: Fór í bókaranám á gamals aldri og stefni að því að verða viðurkenndur bókari fyrir sextíu ára afmælið.

Hvernig nemandi varstu? Afskaplega prúður og stilltur.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Langtíma minnið er ekki gott en man þó að ég tók ferminguna mjög alvarlega.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég held að undirnir niðri hafi ég alltaf ætlað að verða bóndi.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Við systkinin  lékum okkur mikið með skeljar og höfðum þær fyrir kindur.

Besti ilmurinn? Ilmur af þornandi töðu.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið?  Spilverk þjóðanna, Bob Marley, ELO og Bítlarnir koma upp í hugann.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?  Rósin (Undir háu hamra belti).

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi lítið á sjónvarp fyrir utan fréttatengt efni.

Besta bíómyndin? Groundhog Day er klassa mynd.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Er stoltur af öllu íslensku afreksfólki.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Rollusálfræði er mín sérgrein.


Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Ég er að eigin áliti snillingur í að grilla lambakjöt.

Hættulegasta helgarnammið? Hiklaust blessaður bjórinn.

Hvernig er eggið best? Linsoðið.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Er alltof stressuð týpa.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fals og óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Morgundagurinn kemur aldrei. 


Hver er elsta minningin sem þú átt? Minnið er svikult en ég man þó vel eftir Reykjavíkurdvöl og spítalavist um sex ára aldur.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hómer Simpson
.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég er lítið fyrir frægt fólk.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur?  Fer mikið eftir aðstæðum. Hrútaskráinn er td. mjög vinsæl síðla hausts.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er fínt svona.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Ég get ómögulega nefnt neina sérstaka persónu enda er líklegra að áberandi persónur verði til vegna aðstæðna á hverjum tíma en ekki vegna eigin verðleika.


Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Vilja ekki allir verða tvítugir á ný?

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þetta er fínt svona.

Framlenging:

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast meira bæði innanland og erlendis.Læra spænsku.Tefla í það minnsta á einu Reykjavíkurskákmóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir