Rabb-a-babb 125: Engilráð
feykir.is
Rabb-a-babb
08.01.2016
kl. 14.40
Nafn: Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Árgangur: 1941
Fjölskylduhagir: Maðurinn minn, til næstum 50 ára, er Aðalsteinn J. Maríusson. Eigum tvo syni + tengdadætur og fjögur barnabörn.
Búseta: Sauðárkrókur síðan 1975, komum frá Reykjavík.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég fæddist í baðstofunni á Barkarstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna Halldóru Bjarnadóttur og Sigurðar Þorkelssonar. Ólst þar upp í miklu eftirlæti.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Arfahreinsa garðinn.
Meira