Rabb-a-babb 121: Ásta Pálma
Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir.
Árgangur: 1964.
Fjölskylduhagir: Gift Þór Jónssyni og eigum við þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum og Pálma Friðrikssonar frá Svaðastöðum. Ég er alin upp í Grundarfirði að 6 ára aldri og á Sauðárkróki eftir það.
Starf / nám: Sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ég er með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.
Hvað er í deiglunni: Haustið og allt sem því fylgir.
Hvernig nemandi varstu? Ég var fyrirmyndar nemandi.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Það er svo margt, þetta var svo gaman. Svo man ég alltaf eftir gullúrinu sem amma og afi á Svaðastöðum gáfu mér, það var sjálftrekkjandi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur.
Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrir börnin mín.
Besti ilmurinn? Ilmurinn sem kemur með vorinu.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Man eftir Bruce Springsteen og Boney M, Queen var í miklu uppáhaldi.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? I Did it My Way með Frank Sinatra.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Grey´s Anatomy hefur verið í uppáhaldi.
Besta bíómyndin? Lion King, hef horft á hana oft með öllum börnunum mínum (skiptir tugum) síðan Svala dóttir mín keypti spóluna í Nóatúni við Furugrund fyrir sína peninga :o)
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Get ekki gert upp á milli Pálma Þórssonar og Helgu Þórsdóttur.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er betri en allir á mínu heimili í að pútta, en það eru ekki allir sammála því á heimilinu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Sennilega súkkulaðikaka frá Betty Crocker.
Hættulegasta helgarnammið? Nóakropp
Hvernig er eggið best? Linsoðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Skipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Aldrei að gefast upp.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér og bræðrum mínum Ása og Frigga í Grundarfirði við leik og störf.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Nala
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég mundi ekki vilja vera fræg manneskja held að það sé allt of erfitt.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég á margar uppáhaldsbækur. Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes er frábær. Karitas án titils og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju eru líka áhrifaríkar.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég er alveg að koma heim, búin að slökkva á tölvunni.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Foreldrar mínir.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ég færi þangað þar sem ég gæti hitt mína nánustu sem því miður eru ekki lengur á meðal okkar.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Mundi ekki gefa út ævisögu.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Miðað við hvernig sumarið hefur verið þá færi ég eitthvað í sólina.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bók, góðan kodda og spil.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.