Rabb-a-babb 120: Íris Olga

Nafn: Íris Olga Lúðvíksdóttir. 
Árgangur: 1968.
Fjölskylduhagir:Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í  fjórða barni.
Búseta: Flatatungu, Akrahrepp.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum.  Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.
Starf / nám: Meðal annars kennari.
Hvað er í deiglunni:  Nýtt og spennandi skólaár.

Hvernig nemandi varstu? Oftast ágæt... held ég... eða ég vona það.

Hvað hræðistu mest? Þetta sígilda, að eitthvað hendi fjölskyldu mína.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)? Ekki hugmynd, man bara að ég var svo dauðfegin að þurfa ekki að hlusta á ökukennarann meir!...

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Þú meinar hvaða lög? Helst jass- eða ,,soul"skotin, lágmark 30 - 40 ára gömul.

 Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Er hrikalega svag fyrir þriðjudagsglæpaþáttunum á RÚV...

Besta bíómyndin (af hverju)? Þessa dagana er það Spy með Melissu McCarthy, ég frussaði oft af hlátri yfir henni.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Á þessu ári hlýtur það að vera þegar við Hjördís Halla 5 ára þrifum ísskápinn saman.

Hættulegasta helgarnammið?  Allt með eftirfarandi: súkkulaði, lakkrís, marsípan og ís.

Hvernig er eggið best? Linsoðið með jarðhnetusósu.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Uss, ég man það ekki.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvað er pirrandi við aðra.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ætli það sé ekki martröð sem ég fékk um eins árs, mamma mín var afar grimm á svipinn og elti mig í kringum eldhúsborð. Ég man hvað ég var hissa á að ég gat hlaupið því á þeim tímapunkti var ég ekki farin að ganga.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Nú, Dóra í Leitinni að Nemó

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Síðast var það Oryx and Crake eftir Margaret Atwood, einstaklega ógnvænleg og sannfærandi framtíðarsýn Atwoods sat lengi í mér.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? ,,Hvar setti ég lyklana mína?"

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Á marga spennandi staði en best ég byrji á að heimsækja mömmu í Ameríku.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Allt til kaffigerðar, 85% súkkulaði og flugvél til að ferja mig heim þegar kaffið er uppurið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir