Gísli á Uppsölum kemur á Krókinn
Leikferð Kómedíuleikhússins með hið vinsæla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram út árið og nú er sýningin væntanleg á Sauðárkrók. Verður sýnt þar á sunnudaginn eftir viku.Er þetta önnur leikferðin á Norðurland.
Áður hefur Gísli verður sýndur fyrir norðan á Akureyri, Blönduósi og Hvammstanga. „Tvær sýningar voru á Akureyri önnur þeirra var uppseld og hin svo gott sem líka og þá er ekkert annað í stöðunni en að koma bara aftur,“ segir Elfar Logi, leikarinn í sýningunni.
Hin norðlenska leikferð komandi viku hefst á Siglufirði. Sýnt verður fimmtudaginn 24. nóvember í Alþýðuhúsinu. Daginn eftir verður aukasýning á Akureyri en eins og síðast verður sýnt í hinni einstöku Hlöðu Litla-Garði. Leikferðinni lýkur síðan á Sauðárkrók á sunnudag þar sem sýnt verður í Mælifelli.
Allar sýningar hefjast kl.20.00 og er miðasala á sýningarnar í blússandi gangi í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is Rétt er að geta þess að hópar fá að sjálfsögðu einstakt tilboð á sýninguna. „Hvað er skemmtilegra en að brjóta skammdegið soldið upp og taka saumaklúbbinn eða vinnufélagana með sér í leikhús. Leitið tilboða við finnum eitthvað alveg sérstakt fyrir hópinn þinn,“ segir í tilkynningu um sýninguna.
Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið standandi góðar viðtökur og svo gott sem fullt hefur verið á allar 14 sýningar leiksins. Sagan hefur sannarlega snert hjörtu áhorfenda um land allt enda er óhætt að segja að Gísli sé þjóðinni enn minnisstæður og ekki síður kær. Skemmst er að minnast þegar þjóðin kaus Stikluþátt Ómars Ragnarssonar um Gísla eftirminnilegasta augnablikið í sögu sjónvarpsins.
Í lok nóvember verður Gísli á Uppsölum sýndur á Ísafirði og síðasta sýning fyrir jól verður á Selfossi. Svo gott sem uppselt er á sýninguna þar en enn eru örfá sæti laus á Ísafirði. Ekki hika, heldur panta miða strax í dag. Að síðustu má svo geta þess að Gísli á Uppsölum verður sýndur í Þjóðleikhúsinu í janúar. Miðasala á þær sýningar er hafin og gengur frábærlega vel á www.tix.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.