Gísli Svan hættir eftir 35 farsæl ár í starfi
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
18.09.2023
kl. 18.27
Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 farsæl ár í starfi. Á heimasíðu FISK Seafood segir að upphafið megi rekja til vorsins 1989 þegar Kaupfélagið fékk Gísla, sem þá var kennari við Samvinnuháskólann á Bifröst, til þess að koma norður og halda fyrirlestur um samskipti, þjónustulund og fleiri málefni. Mikil ánægja var meðal þeirra sem sóttu námskeiðið hjá Gísla og úr varð að Gísli var ráðinn í fullt starf hjá Kaupfélaginu í kaffipásu námskeiðsins.
Meira