Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
22.07.2023
kl. 14.56
Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Ekki var annað að sjá en þátttaka í göngunni væri með ágætum eins og myndirnar sem hér fylgja sýna, Nánar má lesa um Druslugönguna í frétt á Feykir.is frá því fyrr í vikunni. Sjá hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.