Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023
Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Ýmsir bíða efalaust spenntir eftir að taka þátt í stóðrétt í Laufskálarétt í Hjaltadal og viðloðandi veisluhöldum og hafaríi en réttað verður þar 30. september.
Í Bændablaðinu má finna yfirlit yfir réttarhöldin og hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau:
Fjárréttir í Húnavatnssýslum 2023:
- Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 9. september kl. 9.00, seinni mánudaginn 25. september kl. 13.00.
- Beinakeldurétt, A.-Hún. sunnudaginn 3. september, seinni mánudaginn 25. september kl. 13.00.
- Fossárrétt í A.-Hún. laugardaginn 9. september.
- Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardaginn 16. september
- Hlíðarrétt / Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún. laugardaginn 9. september kl. 16.00, seinni sunnudaginn 17. september kl. 16.00
- Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardaginn 9. september kl. 9.00
- Hvammsrétt í Langadal, A.-Hún. laugardaginn 2. september.
- Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 9. september, seinni laugardaginn 16. september.
- Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 9. september.
- Rugludalsrétt í Blöndudal, A.-Hún. laugardaginn 2. september.
- Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún. sunnudaginn 10. september kl. 9.00, seinni sunnudaginn 17. september kl. 9.00.
- Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardaginn 9. september kl. 8.30, seinni laugardaginn 16. september kl. 16.00.
- Sveinsstaðarétt, A.-Hún. sunnudaginn 10. september kl. 10.00, seinni mánudaginn 25. september kl. 09.00.
- Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudaginn 8. september kl. 13.00 og laugardaginn 9. september kl. 8.00, seinni mánudaginn 25. september kl. 11.00.
- Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudaginn 8. september kl. 9.00.
- Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 9. september kl. 10.00.
- Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 16. september.
Stóðréttir í Húnavatnssýslum haustið 2023:
- Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. sunnudaginn 1. október kl. 11.00.
- Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 16. september.
- Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnud. 17. september kl. 16.00.
- Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 16. september.
- Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. sunnud. 10. september kl. 11.00.
- Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag. 17. sept. kl. 11.00.
- Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnud. 24. sept. kl. 09.00.
- Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 7. október kl. 11.00.
- Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 30. sept. kl. 12:30.
Fjárréttir í Skagafirði haustið 2023:
- Árhólarétt (Undadalsrétt) við Hofsós, laugardaginn 16. september.
- Deildardalsrétt í Deildardal, laugardaginn 9. september.
- Flókadalsrétt í Fljótum - vantar upplýsingar.
- Hlíðarrétt í Vesturdal, sunnudaginn 17. september, seinni sunnudaginn 1. október.
- Hofsrétt í Vesturdal, - vantar upplýsingar.
- Holtsrétt í Fljótum, laugardaginn 16. september.
- Hraunarétt í Fljótum, föstudaginn 8. september.
- Laufskálarétt í Hjaltadal, sunnudaginn 10. september.
- Mælifellsrétt, sunnudaginn 10. september, seinni sunnudaginn 17. september.
- Sauðárkróksrétt (Króksrétt), laugardaginn 9. september.
- Selnesrétt á Skaga, Skagabyggð, laugardaginn 9. september, seinni laugardaginn 16. september.
- Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, mánudaginn 11. september, seinni sunnudaginn 24. september.
- Skarðarétt í Gönguskörðum, sunnudaginn 10. september, seinni laugardaginn 16. september.
- Skarðsárrétt, sunnudaginn 10. september, seinni laugardaginn 16. september.
- Skálárrétt í Hrollleifsdal – vantar upplýsingar.
- Staðarrétt (Reynisstaðarrétt), sunnudaginn 10. september.
- Stíflurétt í Fljótum, föstudaginn 15. september.
- Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós - vantar upplýsingar.
Stóðréttir í Skagafirði haustið 2023:
- Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 29. september.
- Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 29. september.
- Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. - vantar upplýsinga.r
- Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 30. september.
- Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 16. september.
- Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 16. september.
- Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 16. september
- Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. - upplýsingar vantar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.