Mannlíf

Pálína lifir drauminn í norskri sveit

Síðast stökk Dagur í lífi brottfluttra með lesendur vestur um haf þar sem Krista Sól Nielsen sagði okkur frá lífinu í bandarískum háskóla. Nú þeytumst við til baka yfir Atlantsála, lendum mjúklega á Gardemoen í nágrenni Osló og í tíu mínútna fjarlægð búa Pálína Ósk Hraundal og Ísak Sigurjón Einarsson í Nannestad – yndislegri norskri sveit.
Meira

Björgunarsveitarfólk af Norðurlandi æfði sig á Sjávarborg

Laugardaginn 15. febrúar kom björgunarsveitarfólk saman á Sjávarborg í Skagafirði en þar var haldið námskeið sem kallast Fjallamennska 1 og var kennt af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æft var sig en þeir tólf þátttakendur sem voru á námskeiðinu voru félagar í Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og tveir frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi.
Meira

Full kirkja á Blönduósi þegar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps steig á stokk

Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sína fyrstu tónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Vel var mætt í Blönduóskirkju og tókust tónleikarnir einstaklega vel að sögn Höskuldar B. Erlingssonar, formanns kórsins. Fjörutíu kappar skipa kórinn en stjórnandi er Eyþór Franzson Wechner og undirleikari Louise Price.
Meira

Skrímslahraðinn æfður fyrir Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna er á fullu þessa dagana og átta liða úrslit hálfnuð í Sjónvarpinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafði ekki erindi sem erfiði í vetur, féll úr leik í fyrstu umferð. Það er þó í það minnsta einn fulltrúi Norðurlands vestra sem heldur heiðri norðvestlenskra ungspekinga á lofti en það er Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Húnabyggð (áður Skagabyggð) en hún er í Gettu betur-liði Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Góð heimsókn á dvalarheimilið á Króknum

Notendur dagdvalar aldraðra á Sauðárhæðum og íbúar dvalarheimilisins á Sauðárkróki fengu heldur betur góða heimsókn á dögunum. Þá mættu dömur úr Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps í heimsókn og buðu notendum og íbúum upp á dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, þeim Ásgeiri og Guðmundi.
Meira

Kennarar stóðu þétt saman á Sauðárkróki

Kennnarar héldu samstöðufundi á í það minnsta fjórum stöðum á landinu í gær, þar með talið á Sauðárkróki, þar sem þeir vildu setja þrýsting á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samið verði við kennara. Um 70 kennarar mættu á Kirkjutorgið á Sauðárkróki og stóðu þétt saman.
Meira

Ferð björgunarsveitarfélaga með Múlafossi í aftakaveðri í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík

Nú eru liðin þrjátíu ár frá því snjóflóðin féllu á Súðavík en þar létust 14 manns. Feykir komst yfir frásögn Jóns Halls Ingólfssonar, heiðursfélaga Skagfirðingarsveitar, af því þegar hópur úr björgunarsveitinni lagði í sjóferð með Múlafossi, vestur til að aðstoða við björgun. Þessa daga var veðrið stjörnubrjálað og allar aðgerðir erfiðar. Ferðin varð söguleg og mikil lífsreynsla fyrir þau sem í hana fóru og eitthvað sem gleymist sjálfsagt aldrei.
Meira

Nördalegast líklega að hafa farið í Harry Hole bókagöngu um Osló

Síðast fórum við yfir hnöttinn alla leið til Ástralíu og töluðum við Hönnu Kent. Að þessu sinni skruppum við fram í mekka Skagafjarðar, Varmahlíð. Þar situr fyrir svörum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, eiginkona og móðir. Spurningin er hvort doktorsnemi hafa tíma til að lesa eitthvað annað en námsbækur. Við sendum Bók-hald á Sirrý til að komast að því.
Meira

Króksblótið er um helgina

Tími þorrablótanna er genginn í garð eins og alkunna er. Á Sauðárkróki fer Króksblótið fram nú laugardaginn 1. febrúar og að þessu sinni er það 70 árgangurinn sem stendur fyrir blótinu sem fer fram í íþróttahúsinu.
Meira

Tveir þriðju félaga í Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra mættu á blót

Það er líf og fjör á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og nú um liðna helgi gaf að líta nokkrar myndir af prúðbúnum eldri borgurum á þorrablóti félagsins. Feykir spurði Guðmund Hauk Sigurðsson, formann félagsins, út í hvernig til hefði tekist og svaraði hann því til að 115 af 180 félögum hafi mætt á blótið. Ræðumaður kvöldsins var Helgi Björnsson í Huppahlíð en Rafn Benediktsson, formaður þorrablótsnefndar, stýrði samkomunni.
Meira