Mannlíf

HSN á Sauðárkróki fékk rausnarlega gjöf frá KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS afhenti nú síðastliðinn mánudag formlega, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðulands á Sauðárkróki rausnarlega gjöf. Um var að ræða nýtt og mjög fullkomið ómtæki sem kostar u.þ.b. 10 milljónir króna. Gjöfin var vel rúmlega fyrir því og hægt að bæta við tíu nýjum sjúkrarúmum á stofnunina sem kemur sér sérstaklega vel.
Meira

Það er best að kótiletturnar séu af húnvetnskum hryggjum

„28 september heldur Frjálsa kótilettufélagið í Austur-Húnavatnssýslu upp á 10 ára starfsafmæli en á þessum 10 árum höfum við haldið 45 kótilettukvöld, flest í Eyvindastofu hjá B&S, en þetta verður í fimmta skipti sem við verðum í félagsheimilinu og í öll skiptin verið húsfyllir,“ sagði Valdimar Guðmannsson, Valli Húnabyggð, þegar Feykir hafði samband og spurði hvað væri eiginlega að gerast á Blönduósi laugardaginn 28. september.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga heldur upp á 120 ára afmælið

Héraðsbókasafn Skagfirðinga er 120 ára í ár en það var stofnað í kjölfar sýslufundar árið 1904. Síðustu tvo daga hefur verið haldið upp á tímamótin með kökuveislu á afgreiðslustöðvum safnsins; fyrst í Varmahlíðarskóla á þriðjudaginn og á Hofsósi í gær. Það verður svo hægt að gæða sér á köku í dag í höfuðstöðvum safnsins í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Meira

Skólafólk nestaði sig inn í nýtt skólaár

Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 30. ágúst síðastliðinn. Formaður KSNV er Álfhildur Leifsdóttir kennari við Árskóla á Sauðárkróki og hún féllst á að svara nokkrum spurningum Feykis um þingið og eitt og annað tengt skólamálum.
Meira

Stundum líður manni eins og við séum að spila berfætt á grýttum malarvelli

„Framundan er árleg vinna við fjárhagsáætlun sem á sér fastan sess í dagatali sveitarfélagsins. Sameining við Skagabyggð er nýlega formfest og nú er hafin vinna við að sameina fjáhag sveitarfélaganna en þau verða gerð upp sem eitt á þessu ári,“ segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, þegar Feykir gabbar hann í að svara nokkrum spurningum tengdum Húnabyggð. Sveitarfélagið Húnabyggð varð til við sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps sumarið 2022 og Pétur því fyrsti sveitarstjórinn.
Meira

Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun

Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
Meira

Kynning á starfi Skagfirðingasveitar í kvöld

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stendur fyrir kynningu á starfi sínu kl. 18:30 í dag, þriðjudaginn 17. september, í húsnæði Skátafélagsins Eilífsbúa við Borgartún 2 á Sauðárkróki. Kynningin er opin öllum áhugasömum, hvort heldur sem er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með sveitinni eða þá sem eingöngu vilja auka þekkingu sína á starfi björgunarsveita.
Meira

„Staðan varð því miður þannig í byrjun árs að ég þurfti að hugsa um meira en körfubolta“

Það styttist í að kvennalið Tindastóls spili í fyrsta sinn á þessari öld í efstu deild körfuboltans, sjálfri Bónus deildinni. Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig á því standi að Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði liðsins til tæpra þriggja ára og þar að auki dóttir Dags formanns körfuknattleiksdeildar og systir Hlífars Óla kynnis í Síkinu, skipti yfir í Selfoss á þessum tímapunkti.
Meira

Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins

Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira