Mannlíf

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira

„Hundruðum músa gert að yfirgefa heimili sitt“

Karuna í Litlu-Gröf á Langholtinu í Skagafirði er fjölskyldurekið gistihús í eigu Páls Einarssonar og Lindu Bjarkar Jónsdóttur. „Við vorum áður búsettí Reykjavík en langaði að breyta til og fara í meiri rólegheit og sveitarómatík. Erum bæði alin upp í sveit, ég hér í Skagafirði og Páll í Vík í Mýrdal. Vorum búin að sjá Litlu-Gröf til sölu en vorum eitthvað að vandræðast með þetta en ákváðum svo bara að slá til og gengum frá kaupunum sumarið 2013. Þá bjó hún Guðlaug (Gulla)í gamla húsinu, sem við í dag köllum alltaf Gulluhús,“ segja þau þegar Feykir spyr hvernig það hafi komið til að þau eignuðust Litlu-Gröf.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi um helgina

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta hendur standa fram úr ermum og skella í gómsætt og fjölbreytt kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina. Þeir sem hyggjast gera vel við bragðlauka sína geta gefið þeim lausan tauminn laugardaginn 3. ágúst og sunnudaginn 4. ágúst en tekið verður á móti gestum á milli kl. 13 og 17 báða dagana.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira

Það er upplifun að sækja messu í Ábæjarkirkju

Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal í Skagafirði sunnudaginn 4. ágúst kl. 14:00. Löngum hefur þessi messa verið afar vel sótt og ekki hafa allir gestir komist inn í kirkjuna og því hefur fólk gjarnan setið í kirkjugarðinum og hlýtt þar á messuna. Veðurspáin gerir ráð fyrir sumarblíðu á sunnudaginn; hátt í 20 stiga hita og léttskýjuðu og því allt útlir fyrir dýrðlegan drottins dag.
Meira

Helga Margrét heimsmeistari í Kínaskák

Í dag er síðasti dagskrárdagur Elds í Húnaþingi og þar hefur verið bryddað upp á einu og öðru. Nú á föstudaginn fór heimsmeistaramótið í Kínaskák til að mynda fram á Hvammstanga en metþátttaka var í mótinu því alls tóku 80 manns þátt. Það eru meira en helmingi fleiri þátttakendur en í fyrra og kom mótshöldurum í opna skjöldu svo að opna varð inn í annan sal.
Meira

Andri Már stígur á stokk í Mexíkó

Feykir hefur aðeins fylgst með ævintýrum Andra Más Sigurðssonar / Joe Dubious á mexíkanskri grundu. Andra kannast margir við sem tónlistarmann og hann var eftirminnilega í framlínu hljómsveitarinnar dáðu, Contalgen Funeral, sem margir sakna. Andri flutti til Mexíkó árið 2019 og bjó í þorpinu La Erre í Guajajuato-fylki síðast þegar Feykir tók á honum púlsinn. Í fyrra sögðum við frá því að Andri væri farinn að láta á sér kræla í tónlistinni í Mexíkó og nú spilaði hann á virtri menningarstofnun, El Museo de la Independencia en Dolores Hidalgo – hvorki meira né minna!
Meira

Bongó, þoka, sól, rigning, vindur

„Ég bý á Hvammstanga og er ekki í sumarfríi. Er það of biturt svar í júlí?“ spyr Aldís Olga Jóhannesdóttir sem ætlar að gera alls konar á Eldi í Húnaþingi í ár. „Ég hef verið viðloðandi þessa hátíð í mörg ár og hef þeyst á milli viðburða. Mér þykir sérstaklega skemmtilegt að skella mér á tónlistarbingóið, en ætli ég láti ekki krílastund fyrir 0-3 ára eiga sig.“
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og Hawaii pizza

Magnús Eðvaldsson býr á Hvammstanga, er að dunda sér við að vera í sumarfríi, en hann stefnir ótrauður á virka þátttöku í Eldi á Húnaþingi. Það er eins gott að hann sé í toppformi því hann ætlar að taka hátíðina með trukki og dýfu!
Meira