Mannlíf

Undirskriftarsöfnun til að mótmæla sölu félagsheimila í Skagafirði komin í gang

Íbúasamtök Hegraness hafa sett af stað undirskriftasöfnun fyrir Skagfirðinga sem vilja mótmæla sölu á félagsheimilum í Skagafirði. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni inni á Ísland.is segir: „Við undirritaðar íbúar Skagafjarðar mótmælum harðlega fyrirætlun meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar og Byggðalista að ætla að selja félagsheimili dreifbýlisins á frjálsum markaði gegn vilja íbúa. Jafnframt krefjumst við þess að sveitastjórnarfólk gangi til samninga við íbúa um tilhögun reksturs þessara húsa þar sem vilji íbúa stendur til þess.“
Meira

Sólveig Erla og félagar komin í úrslit Gettu betur

Feykir spjallaði á dögunum við Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur, spurningakeppnisspeking frá Tjörn á Skaga. Þá voru hún og félagar hennar í liði Menntaskólans á Akureyr að undirbúa sig fyrir átta skóla úrslit í hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Nú hefur Sólveig brillerað tvívegis í Sjónvarpssal á réttri viku og hefur ásamt félögum sínum, Kjartani Val og Árna Stefáni, tryggt MA sæti í sjálfri úrslitaviðureign Gettu betur í fyrsta sinn í 17 ár.
Meira

Finnur og Sólveig komu færandi hendi

Grunnskólinn austan Vatna fékk undir lok febrúarmánaðar höfðinglega gjöf frá hjónunum Finni Sigurbjörnssyni og Solveigu Pétursdóttur er þau færðu skólanum vinnustól og hitakraga fyrir axlir eða svokallaða grjónapúða.
Meira

Dagurinn færir mér blóm | Viðtal við Eyþór Árnason frá Uppsölum

„Ég man vel eftir því þegar ég var ungur að mér þótti merkilegt að lesa Skagfirsk ljóð og sjá að Bjarni afi minn ætti ljóð í bókinni. Ég fylltist stolti og fannst að ég hlyti að geta búið til vísur eins og afi en varð ekkert ágengt og skildi ekkert í því,“ segir Eyþór Árnason, skáld frá Uppsölum í Skagafirði, þegar Feykir spyr hvenær áhuginn á ljóðum hafi kviknað og hvað hafi orðið til að kveikja hann.
Meira

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi færðu stofnuninni á Skagaströnd rafmagns hægindastól

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi komu saman á HSN á Skagaströnd föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn og færðu stofnuninni rafmagns hægindastól að andvirði 187.425 kr. Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar og Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis tóku á móti stólnum með formlegum hætti.
Meira

Nemendur Árskóla lögðu starfsfólk í spennuleik

Mikil gleði og stemning einkenndi skólastarf í Árskóla á Sauðárkróki í gær þegar árlegur íþróttadagur rann upp. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í fjölbreyttri íþróttadagskrá sem innihélt keppni og leiki af ýmsu tagi.
Meira

Opnun á Háholti ekki í plönum barnamálaráðherra

Neyðarástand ríkir í meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda en ekkert meðferðarheimili er nú til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakka var lokað vegna myglu og starfsemi Stuðla var skert í kjölfar bruna í fyrra. Ekkert húsnæði sem hentar virðist í boði á höfuðborgarsvæðinu en bent hefur verið á Háholt í Skagafirði sem mögulegan kost en þar var öryggisvistun fyrir börn áður en starfsemin var lögð niður af ríkinu fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, hafi ýtt þeim möguleika út af borðinu.
Meira

Fátækara samfélag án félagsheimilisins okkar

Líkt og Feykir greindi frá í síðustu viku þá ákvað byggðarráð Skagafjarðar að félagsheimilin Skagasel og Félagsheimilið í Rípurhreppi yrðu sett á sölu. Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun og nú hafa Íbúasamtök Hegraness sent opið bréf til meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar og Byggðalistans þar sem skorað er á meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að draga tafarlaust til baka áform um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps og hefja raunverulegar viðræður við íbúana um framtíð hússins.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki úr Lýðheilsusjóði

Alma B. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði sl. föstudag styrkjum úr Lýðheilsussjóði fyrir árið 2025. Alls voru 98 milljónir til úthlutunar sem öll miða að því að efla lýðheilsu. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, fjögur þeirra í Húnaþingi vestra og eitt í Skagafirði.
Meira

Leigir út útlimi og innyfli

Tinna Ingimarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, dóttir Kolbrúnar Ingólfsdóttur og Ingimars Ingimarssonar á Ytra- Skörðugili. Gift Ingimari Heiðari Eiríkssyni og saman eiga þau Tinna og Ingimar, Nikulás Nóa, þriggja ára gleðigjafa. Tinna er sjálfstætt starfandi gervahönnuður og blaðamaður Feykis búinn að fylgjast lengi, með mikilli aðdáun, með því sem Tinna gerir og kominn tími til að leyfa öðrum að kynnast þessari Skagfirsku listakonu aðeins betur.
Meira