Mannlíf

Lýsa yfir óánægju með aðgerðir Skagafjarðar í leikskólanum Ársölum

Í bréfi til sveitarstjóra, fræðslusviðs og leikskólastjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa Inga Jóna Sveinsdóttir og Hafdís Einarsdóttir, foreldrar, starfandi kennarar og fulltrúar í foreldraráði Ársala, yfir óánægju með að sveitarfélagið hafi skipulagt opnun leikskólans Ársala í dag þrátt fyrir verkfallsaðgerðir KÍ. „Við teljum ekki réttlætanlegt að hafa deildir opnar, með skertri starfsemi, þegar deildarstjóra vantar á deildir þar sem hann stýrir faglegu starfi hverrar deildar fyrir sig,“ segir m.a. í bréfinu.
Meira

Kaupfélagsmaður í 85 ár

Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira

GDRN og Vignir Snær mættu í Grunnskólann austan Vatna

Feykir sagði frá því í síðustu viku að skólarnir á Hvammstanga og Hofsósi hefðu komist í úrslit í Málæði, verkefni sem List fyrir alla stendur að í félagi við Bubba Morthens með það að markmiði að fá skólabörn til að semja lög og texta á íslensku. Krakkarnir á unglingastii Grunnskólans austan Vatna fékk góða gesti í heimsókn í skólann á þriðjudaginn vegna þessa.
Meira

Árni Geir í framkvæmdastjórastarf hjá Origo

Króksarinn Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Origo er eitt af stærstu tölvufyrirtækjum landsins.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst einnig í úrslit Málæðis

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að nemendur Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hefðu sent lag í verkefni Listar fyrir alla sem kallast Málæði og er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum.. Þrjú lög voru valin til að keppa til úrslita og það verður að teljast ansi magnað að auk skólans í Húnaþingi vestra þá var framlag Grunnskólans austan Vatna sömuleiðis valið í úrslit. Glöggir lesendur hafa því væntanlega lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu að tvö af þremur laganna í úrslitum komi frá skólum á Norðurlandi vestra.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira

Tónleikar í Bjarmanesi

Laugardagskvöldið 12. október nk. verða tónleikar haldnir í samtarfi við Minningarsjóðinn um hjónin frá Vindhæli og Garði í Bjarmanesi á Skagaströnd. Það er hinn eini sanni Magnús Þór sem mætir á Skagaströnd með gítarinn. 
Meira

„Veðurfarið hérna í maí til október eru lífsgæði sem létta lundina töluvert“

„Ég stúderaði lögfræði við Háskóla Íslands og Árósa-háskóla fyrir furðulega mörgum árum síðan miðað við hvað ég hélt að ég væri gamall. Svo lauk ég núna nýverið afar áhugaverðu námi í alþjóðarétti með áherslu á mannréttindi við Háskólann í Stokkhólmi. Ég starfa í fjarvinnu frá Íslandi við ýmis lögfræði-verkefni og tek einnig að mér að gagnrýna íslenskar glæpasögur í hjáverkum,“ segir Björn Ingi Óskarsson þegar Feykir finnur hann í fleti í ríki Gústafs konungs Svía nú síðsumars.
Meira

Finnur oft erfiðar og góðar tilfinningar á sama tíma

Það að ganga með og eiga börn er ekki alltaf auðvelt og ekki sjálfgefið að allt gangi að óskum. Það hefur ljósmóðirin Arna Ingimundardóttir reynt á eigin skinni. Arna er uppalin á Sauðárkróki, dóttir Ingimundar [Guðjónssonar tannllæknis] og Huldu Agnarsdóttur. Arna er gift Jóhanni Helgasyni sem er uppalinn á Reynistað, sonur Helga [Sigurðssonar] og Sissu [Sigurlaugar Guðmundsdóttur]. Þau hafa verið saman í rúmlega 20 ár og eiga fjögur börn; þau Ingimund Helga 11 ára, Ástrós Huldu 7 ára, Mikael Nóa sem fæddist 2022 og svo eignuðumst þau hann Arnór Emil á nýársdag.Hún féllst á að segja Feyki sögu sína.
Meira

Langi Seli og Skuggarnir á Sauðárkróki

Langi Seli og Skuggarnir troða upp á Grána Bistro föstudagskvöldið 4. október næstkomandi og byrja tónleikarnir kl. 21.00.
Meira