Mannlíf

Fær hrylling þegar hún heyrir Uptown Funk / FANNEY BIRTA

„Fanney Birta Þorgilsdóttir heiti ég og bý í Síðu á Hofsósi með Fandam kærasta mínum og Ísak Abdiqani, sjö mánaða stráknum okkar. Fanney Birta, sem er fædd árið 1996, ólst upp á Hofsósi. Pabbi minn heitir Þorgils Heiðar Pálsson og er frá Eyrarlandi í Deildardal og mamma mín heitir Harpa Kristinsdóttir og er fædd á Dalvík en hefur búið á Hofsósi meira og minna allt sitt líf. Ég á fjögur systkini og tvær yndislegar stjúpsystur. Stórfjölskylda!“ Þannig er nú það en hvaða erindi á Fanney Birta í að svara Tón-lystinni?
Meira

Skyndiákvörðun að skjótast í viðskipta- og ævintýraferð til Arabíu og Kína

Á Sauðárkróki er rekið fyrirtæki sem kallast Filmbase upp á enska tungu og þar er unnið með nýjustu tækni og útfærslur í gluggafilmum af ýmsu tagi. Það eru bræðurnir Óli Björn og Fannar Orri Péturssynir sem eiga fyrirtækið en Óli Björn er raunar mjólkurfræðingur að mennt og vinnur alla jafna hjá Mjólkursamlagi KS. Þeir bræður eru af kynstofni Narfa og þar virðast oft vera fleiri klukkutímar í sólarhringnum en hjá okkur hinum. Foreldrar piltanna eru Regína Jóna Gunnarsdóttir og Pétur Ingi Björnsson. Á dögunum fóru Óli Björn og Fannar skotferð til Kína með tveimur stoppum í Arabíu og höfðu föðurinn með sem fararstjóra – enda löngu vitað að sama hvað á gengur, ef Pétur er með í för þá reddast allt á endanum.
Meira

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla tók þátt í Jól í skókassa

Það gæti verið búið að minnast á það hér á Feyki í dag að það styttist í jólin. Jólin eru hátíð barnanna og það er sannarlega í anda jólanna að láta gott af sér leiða. Nemendur og starfsfólk í Höfðaskóla á Skagaströnd tók nýlega þátt í verkefninu jól í skókassa og gekk það vonum framar, náðist að útbúa 24 kassa. 
Meira

Rabb-a-babb 232: Rósa

Gerður Rósa Sigurðardóttir á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Hún er uppalin á Kolugili í Víðidal, undan Nínu Sig og Sigga, eins og hún segir sjálf. Rósa starfar sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og er stundum meðhjálpari. Hún er tamningamaður að mennt frá Hólaskóla og er gift Kristjáni Svavari en saman eiga þau þrjú börn.
Meira

Uppsögn á samningi við SÍ og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Sæborgar á Skagaströnd

Stjórn Félags- og skólaþjónustu A-Hún fundaði þann 29. október síðastliðinn og tók þar ákvörðun um að segja upp samningi byggðasamlagsins við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Í frétt á vef Skagastrandar segir að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli enda ekki forsvaranlegt að sveitarfélögin sem að rekstrinum standa haldi áfram að greiða tugi milljóna með rekstrinum árlega þegar verkefnið er ekki á ábyrgð sveitarfélaga lögum samkvæmt.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira

„Það var geggjað gott að losna við þetta þegar ég kom heim“

Í fyrradag voru haldin Hrekkjavökuböll í Húsi frítímans á Sauðárkróki fyrir nemendur í 3.-4. bekk og 5.-7. bekk grunnskólanna í Skagafirði. Ballgestir voru hvattir til að mæta hræðilegir og að sjálfsögðu var valinn hræðilegasti búningurinn. Á balli eldri hópsins var það Óðinn Freyr Gunnarsson, 11 ára Króksari, sonur Guðbjargar Óskarsdóttur og Gunnars Páls Ólafssonar, sem bar sigur úr býtum. Feykir fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir vinningshafann.
Meira

Lýsa yfir óánægju með aðgerðir Skagafjarðar í leikskólanum Ársölum

Í bréfi til sveitarstjóra, fræðslusviðs og leikskólastjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa Inga Jóna Sveinsdóttir og Hafdís Einarsdóttir, foreldrar, starfandi kennarar og fulltrúar í foreldraráði Ársala, yfir óánægju með að sveitarfélagið hafi skipulagt opnun leikskólans Ársala í dag þrátt fyrir verkfallsaðgerðir KÍ. „Við teljum ekki réttlætanlegt að hafa deildir opnar, með skertri starfsemi, þegar deildarstjóra vantar á deildir þar sem hann stýrir faglegu starfi hverrar deildar fyrir sig,“ segir m.a. í bréfinu.
Meira

Kaupfélagsmaður í 85 ár

Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira