Mannlíf

Aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni

„Okkar ástsæli – og ekki síður farsæli – skipstjóri Guðjón Guðjónsson, sem flestir þekkja væntanlega ekki nema sem Jonna, hoppaði alkominn í land í [gær] eftir rúmlega hálfa öld á sjó.“ Svo segir í frétt á vef FISK Seafood en umræddur Jonni hefur lengst af verið skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU-1 og hefur á þessum árum gert víðreist um sjóinn en „...stærir sig af því um leið að hann hafi aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni enda hafi líf hans verið í föstum skorðum alla tíð.“
Meira

Að gera góða hátíð enn betri

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 20.–22. júní í sumar og er undirbúningsnefndin búin að bretta upp á ermarnar og farin að undirbúa hátíðina.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu BioPol

Í síðustu viku fóru nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd í heimsókn í BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni og er einmitt staðsett á Skagaströnd. Í frétt á vef skólans segir að þar hafi Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, tekið á móti nemendunum og kynnti þau fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.
Meira

Jóhanna á Akri valin Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu 2024

Húnahornið stóð í 20. skipti fyrir valinu á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu nú í janúar. Niðurstaðan varð sú að lesendur netmiðilsins völdu Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2024. Jóhanna er textílkennari og verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi og frumkvöðull að tilurð Vatnsdælurefilsins og Prjónagleðinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Meira

Ef þú ert ekki tilbúin að vinna fyrir því sem þú vilt þá viltu það ekki nógu mikið

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar

Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Met þátttaka í Gamlárshlaupinu á Króknum

Á gamlársdag stóð hlaupahópurinn 550 Rammvilltar fyrir Gamlárshlaupinu sem haldið hefur verið á Króknum, þennan síðasta dag ársins, til fjölda ára. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og þrátt fyrir 17 gráðu frostið voru hvorki meira né minna en 405 manns sem mættu til leiks þennan fallega gamlársmorgun.
Meira

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi styrkir nokkur vel valin félög og verkefni í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins

Sunnudaginn sl., þann 15. desember, bauð Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi í opið hús í Höfðaborg. Tilefnið var að klúbburinn var 50 ára og var boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó fyrir gesti og gangandi. Ekki nóg með það þá ákvaðu félagar í klúbbnum að styrka nokkur vel valin félög og verkefni á Hofsósi og í Skagafirði og voru eftirfarandi verkefni valin. 
Meira

Skagfirðingur tekur við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði

Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Meira