Meyr og óendanlega þakklát

Vilborg Hrefna Sæmundsdóttir og dóttir hennar, Hrefna Karen Halldórsdóttir. MYND: AÐSEND
Vilborg Hrefna Sæmundsdóttir og dóttir hennar, Hrefna Karen Halldórsdóttir. MYND: AÐSEND

Það var meyr og óendanlega þakklát móðir hetjunnar Hrefnu Karenar sem Feykir talaði við eftir söfnunardaginn 14. júní síðastliðinn. Þá buðu Árni og Ragga á Hard Wok á Sauðárkróki fólki að kaupa rafrænan hamborgara og styrkja þannig við hetjuna Hrefnu Karen sem er tæplega tveggja ára og glímir við fjölþættan vanda og mikla fötlun.

Vilborg var orðlaus af þakklæti yfir öllum sem hafa hugsað svona fallega til þeirra og grunaði ekki hvað margir myndu sýna stuðning. Langar hana að koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu sitt af mörkum til að létta undir með þeim. Deginum sjálfum eyddi fjölskyldan saman og fannst þeim viðeigandi að hafa hamborgara í matinn.

Vert er að taka fram að ennþá er hægt að styðja við fjölskylduna því rafrænir hamborgara seljast ekki upp og eru þeir næringarríkir og næra bæði sálina og hjartað.

Reikningsupplýsingar > kt. 140688-3719 rn. 0123-15-127198

/gg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir