Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga
Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga.
Sigurður frétti af lausri stöðu framkvæmdastjóra við Selasetrið þegar hann var staddur í brúðkaupi systur sinnar sl. sumar. Þá var hann starfandi hjá Expedia Inc., einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims, og hafði nýlega verið synjað um að flytja starfið með sér til Íslands, þangað sem hjónin langaði að setjast að. „Okkur var farið að langa hingað heim og þegar ég frétti í brúðkaupsveislunni að þetta starf væri laust setti ég mig í samband við stjórnarformanninn. Ég fór í viðtal á meðan ég var hér og var svo boðið starfið,“ segir Sigurður aðspurður um hvernig það atvikaðist að hann snéri aftur á heimaslóðirnar.
Ítarlegt viðtal við Sigurð og Gretu má lesa í Jólablaði Feykis sem kom út sl. fimmtudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.