„Sýndi ótrúlegan karakter allan tímann“
Í byrjun síðasta árs greindist Páll Þórðarson, sem þá var nemandi í 10. bekk í Blönduskóla á Blönduósi, með krabbamein í beinvef sem einnig hafði dreift sér í lungu. Palli, eins og hann er oftast kallaður, er sonur Ásdísar Arinbjarnardóttur og Þórðar Pálssonar. Hann á tvær systur, Hrafnhildi Unu 18 ára og Kristínu Helgu 8 ára.
Fljótlega var sett af stað söfnun fyrir fjölskylduna, sem samstarfsfólk Ásdísar og Þórðar við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi stóð fyrir, en þau þurftu að dvelja langdvölum í Reykjavík vegna meðferðar sem Palli gekkst undir. Tókst meðferðin vel og hann er nú á góðum batavegi. Palli sýndi ótrúlegan karakter og greip strax setninguna sem læknirinn sagði - „Það er hægt að meðhöndla þetta“ - og þannig var hann alla meðferðina.
Sýni var tekið úr æxlinu til greiningar, sem tók viku. Líklega var þessi bið erfiðasti tíminn í ferlinu.“ Þegar búið var að staðfesta hvaða tegund krabbameins væri um að ræða hófst meðferð eftir alþjóðlegum leiðbeiningum. Ljóst var að þetta væri margra mánaða ferli, að lágmarki 30 vikur, lyfjameðferðir og skurðaðgerðir. „Það var ákveðinn léttir þegar meðferðin byrjaði. Þá var verið að gera eitthvað í málunum,“ segir Ásdís, móðir Palla m.a. í viðtali við foreldra hans sem birtist í jólablaði Feykis í síðustu viku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.