Geirmundur með tvenna útgáfutónleika á sunnudaginn
Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri.
Tvennir útgáfutónleikar verða í Miðgarði á sunnudaginn kemur, 6. desember, en heiðursgestur á tónleikunum er engin önnur en söngkonan Diddú.Aðrir söngvarar sem koma fram eru allt frá því að vera ungir krakkar til reyndra stórsöngvara. Yngstar eru barnabörnin Anna Karen og Valdís, sem einnig sungu með afa sínum á útgáfutónleikum jólaplötunnar Jólastjörnur Geirmundar fyrir síðustu jól.
„Við erum aldursforsetar ég og Álftagerðisbræður, svo held ég að Ásgeir Eiríksson komi næstur, en aldur er náttúrulega afstæður,“ segir Geirmundur m.a. í viðtal um plötuna og tónleikana, sem birtist í Jólablaði Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.