Potluck í Nes á fimmtudag

Frá Potluck í Nes listamiðstöð. Ljósm./Nes
Frá Potluck í Nes listamiðstöð. Ljósm./Nes

Nes listamiðstöð býður í svokallað „potluck“ fimmtudagur 21 janúar, kl. 18:30-20:30. Þar gefst gullið tækifæri til þess að hitta þá listamenn sem dvelja á Skagaströnd í janúar, sjá listsköpun þeirra og hvernig umhverfið hefur áhrif á verk þeirra.

Potluck eða Pálínuboð er skilgreint sem samkoma þar sem gestirnir koma með mat og leggja til á sameiginlegt hlaðborð. „Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar. Allir velkomnir!“ segir í fréttatilkynningu. 

Listamennirnir sem dvelja nú við listamiðstöðina að Fjörubraut 8, Skagaströnd eru frá Ástralíu, Bandaríkjunu, Suður-Kóreu, Danmörku, Englandi, Japan og Kúbu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir